Hvort er hagstæðara að vera með vsk-bíl eða ekki?

VSK-bifreiðar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að farangursrýmið sé stærra en farþegarýmið. Ekki má heldur gleyma því að VSK-bifreiðar má einungis nota fyrir búið en ekki til einkanota. Ef hins vegar bifreið er án vsk-númera (færð á einka) en uppfyllir samt skilyrði vsk-bifreiða, þá má færa bifreiðakostnaðinn til gjalda og fá þar af leiðandi vsk-gjöld endurgreitt en þó bara að því hlutfalli sem bifreiðin er notuð fyrir búið. Þegar kemur að fyrningum þá má fyrna vsk-bíllinn hámarki 20% en bíll án vsk-númera hefur fasta fyrningu sem var fyrir árið 2006 370.000 kr. óháð því hvað bifreiðin kostaði og hve lengi hún hefur verið fyrnt. Þess má þó geta að fasta fyrningin er breytileg milli ára en síðustu ár hefur hún farið hækkandi. Ríkisskattstjóri ákvarðar slíkt ár hvert.

Tökum sem dæmi, Jón og Gunna vita ekki hvort þau eigi að hafa bílinn á vsk-númerum eða ekki en bílinn uppfyllir öll skilyrði skv. reglugerð ríkisskattsstjóra.

Bíllinn er ekinn 20.000 km á ári og kostnaður á ekinn km er 30 kr/km fyrir utan afskriftir eða 600.000 þús. á ári. Ef bíllinn er hins vegar ekki á vsk-nr. og 90% af not bílsins eru vegna búsins má færa 90% af öllum gjöldum vegna reksturs bílsins til gjalda. Föst fyrning er 370.000 kr. eins og áður segir og er 90% af þeirri upphæð 333.000 kr sem færa má til gjalda. Það kostar 600.000 kr á ári að reka bílinn og 90% af því eru 540.000 kr sem færa má til gjalda.

Í töflu 1. má sjá útreikninga til fimm ára ef bíll sé keyptur á 1 milljón eða 3 milljónir, sömu forsendur eru notaðar þ.e.a.s. kostnaður er sá hinn sami milli verðflokka. Bifreiðakostnður er 600.000 kr fyrir bíl með vsk-nr. En 540.000 kr fyrir bíl án vsk-nr miðað við 90% notkun á ári. Bíllinn er fyrntur um 15% ár hvert en miðað er við að fasta fyrningin sé 333.000 kr á ári.

Tafla 1. Mismunandi áhrif bílverðs og fyrningar.

 

Bíll ein millj.

Vsk-nr.

Án vsk-nr. fyrir báða verð flokka

Bíll þrjár millj.

Vsk-nr.

 

Fyrning

Fyrning + kost.

Föst fyrning + kost.

Fyrning

Fyrning + kost.  

1. ár

150.000

750.000

873.000

450.000

1.050.000

2. ár

127.500

727.500

873.000

382.500

982.500

3. ár

108.375

708.375

873.000

325.125

925.125

4. ár

92.119

692.119

873.000

276.356

876.356

5. ár

78.301

678.301

873.000

234.903

834.903

Gjöld

556.295

3.556.295

4.365.000

1.668.884

4.668.884 

 

Niðurstaða:
Ef bílinn er án vsk-nr. þá hefur verð bílsins ekki áhrif á gjöldin því bíllinn hefur fasta fyrningu. Milljón króna bílinn hefur 808.705 kr lægri gjöld en bíll án vsk-númera en þriggja milljón króna bílinn hefur 303.884 króna hærri gjöld en bíll án vsk-númera. Á fyrsta ári er langmestur kostnaður á þriggja milljón krónu bílnum en fasta fyrningin er mun hagstæðari fyrir milljón krónu bíllinn. Þegar til lengri tíma er litið þá verður fasta fyrningin hagstæðari fyrir báða bílana eins og sjá má á tölunni. Eftir fimm ár þá eru gjöld samtals hærri á þriggja milljón krónu bílnum heldur en bílnum án vsk. Þess má því geta að hugsanlega geti myndast söluhagnaður á sölu vsk-bílana en það ræðst þá af fyrningar % auk gæðar og gerð bílsins.

Lokaniðurstöður:
Megin munurinn á vsk-bíl og ekki vsk-bíl er að vsk-bílinn er bundinn við notkunina á búinu og því ekki löglegt að nota hann til einkanota. Eftir því sem bíllinn er ódýrari verður fasta fyrningin hagstæðari. Lokaniðurstaðan er því sú að það er skattalega hakvæmara að vera með bíl án vsk-númera en geta samt fært bifreiðakostnaðinn til gjalda í réttu hlutfalli við notkunina á búinu.

Excelskjal fyrir rekstrarkostnað bifreiða 

Reglugerð fyrir vsk-bifreiðar: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/aa0d47377abc977400256a090053ff91/2323f708d7f9cb7900256a0d004f9446?OpenDocument&Highlight=0,Bifrei%C3%B0ar

Samantekt unnin af starfsmönnum Búnaðarsambands Suðurlands.

back to top