Fundir um www.fjarvis.is

Fyrirhugað er að halda fjóra fundi um skýrsluhaldskerfið fjarvis.is á starfssvæði Búnaðarsambandsins. Jón Viðar Jónmundsson og Jón Baldur Lorange frá BÍ munu mæta á fundina ásamt Þóreyju Bjarnadóttur. Þau fara yfir og ræða hina fjölbreytilegu möguleika til að sækja margvíslegar upplýsingar í kerfið. Jafnframt er leitað eftir hugmyndum notenda um þá þætti sem brýnast er að lagfæra eða bæta við í kerfinu. Þá er mjög mikilvægt að bændur komi vel undirbúnir á fundinn til að einhverjar umræður skapist um kerfið. Þarna er kjörin vettvangur að koma fram með það sem ykkur finnst vera ábótavant í kerfinu sem og spurningar varðandi kerfið. Þá er gagnlegt að heyra frá notendum hverjir styrkleikar eða kostir fjarvis.is eru í dag og hvernig sauðfjárbændur nýta sér kerfið sem hjálpartæki. Hver fundur gæti tekið rúmlega 2 klst. með fyrirlestrum og umræðum. Ekki er reiknað með því að bændur komi með tölvu með sér.

Fundað verður á eftirtöldum stöðum:


Mánudaginn 31. janúar í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum
Smyrlabjörg…………………………………………………………. kl: 14:00
Geirland………………………………………………………………. kl: 20:00


Þriðjudaginn 1. febrúar í Rangárvallar- og Árnessýslum
Árhús Hellu………………………………………………………….. kl: 14:00
Stóra-Ármót………………………………………………………….. kl: 20:00


back to top