Fréttir frá Nautís

Ráðherra landbúnaðarmála. Kristján Þór Júlíusson heimsótti einangrunarstöð Nautís fyrir holdagripi sem er á Stóra Ármóti í gær. Í tilefni af því afhenti hann stöðinni þakkar og viðurkenningarskjal.
Í stöðinni eru 11 kýr sem eru fengnar með Aberdeen Angus fósturvísum og munu bera í september mánuði. Undirbúningur að frekari fósturvísainnlögn er hafin. Stjórnarformaður Nautís er Sigurður Loftsson Steinsholti.

Á meðfylgjandi mynd sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók eru Kristján að afhenda Sigurði skjalið, með þeim á myndinni eru, talið frá vinstri Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri ANR, Baldur Sveinsson, starfsmaður Nautís, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður BSSL, Kristján, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, Sigurður, Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Nautastöðvar BÍ, Hvanneyri.


back to top