Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki framlengdur

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki hefur verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014, en hann átti að renna út í dag. Opið er fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu, torg.bond.is. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í JÖRÐ (www.jörð.is) og því er mikilvægt að undirbúa umsóknir með því að yfirfara skráningar í JÖRÐ. Skriflegum umsóknum er einnig hægt að skila á skrifstofu Bændasamtaka Íslands og þurfa þær að berast eigi síðar en við lok vinnudags 22. september. Í Bændatorginu má nálgast frekari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir. Nánari upplýsingar veita Jón Baldur Lorange (jbl@bondi.is) eða Guðrún S Sigurjónsdóttir (gss@bondi.is).

 


back to top