Fræðslukvöld um kynbótamat íslenskra hrossa

Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi um kynbótamat íslenskra hrossa í samstarfi við endurmenntun LbhÍ. Allir sem hafa áhuga á ræktun íslenska hestsins eru hvattir til að mæta. Fræðslukvöldið verður miðvikudaginn 19. janúar, kl. 19:45 til 22:00, í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu).
Farið verður yfir kynbótamatið, uppbyggingu þess og útfærslu. Enn fremur verður farið í þróun kynbótamatsins, samþættingu þess við keppniseiginleika og mikilvægi þess að taka tillit til forvals í gögnum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum kynbótamatsins og hvernig ræktendur geti nýtt sé það í ræktunarstarfinu.
Kennari: Dr. Elsa Albertsdóttir við LbhÍ

Verð:
1000 kr fyrir félagsmenn og 1500 kr fyrir aðra – greiðist á staðnum (ekki hægt að greiða m. greiðslukortum).

Skráningar
hjá Endurmenntun LbhÍ:  Um tölvupóstinn endurmenntun@lbhi.is   (nafn, kennitala, heimili og sími) eða í síma 433 5000.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands


Fræðslukvöld um kynbótamat íslenskra hrossa

Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi um kynbótamat íslenskra hrossa í samstarfi við endurmenntun LbhÍ. Allir sem hafa áhuga á ræktun íslenska hestsins eru hvattir til að mæta. Fræðslukvöldið verður miðvikudaginn 19. janúar, kl. 19:45 til 22:00, í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu).
Farið verður yfir kynbótamatið, uppbyggingu þess og útfærslu. Enn fremur verður farið í þróun kynbótamatsins, samþættingu þess við keppniseiginleika og mikilvægi þess að taka tillit til forvals í gögnum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum kynbótamatsins og hvernig ræktendur geti nýtt sé það í ræktunarstarfinu.
(meira…)


back to top