Formannafundur BSSL 2015

Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn föstudaginn 16.janúar að Árhúsum á Hellu.  Á fundinn mætir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og segir frá starfsemi BÍ og fjallar sérstaklega um félagskerfi landbúnaðarins og þá tillögur félagsnefndar sem kynntar voru fyrir formannafund BÍ í nóvember sl. Sveinn Sigurmundsson fer yfir starfsemi BSSL og fyrirtækja þess á síðasta ári. Þá fer vel á því að fjalla um málefni og tillögur fyrir komandi Búnaðarþing en frestur til að skila inn málum er 20. janúar.

 


back to top