Fóðrun til afurða, sumarbeit og nýting grænfóðurs

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Á fundinum verður farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs. Á fundinum verður erindi frá norskum sérfræðingi í fóðrun, Jon Kristian Sommerseth, auk þess sem fóður- og jarðræktarráðgjafar RML halda fyrirlestur. Erindi Norðmannsins verður þýtt jafnharðan á íslensku.
Kúabændur og aðrir áhugasamir velkomnir. Kaffiveitingar í boði.


back to top