Fjárrag á Stóra-Ármóti

Miðvikudaginn 9. september s.l var féð á Stóra-Ármóti rekið saman úr úthaganum og lömb valin til slátrunar og ásetnings. Sauðfjárræktarráðunautar Bssl og aðrir starfsmenn hauststarfanna í sauðfjárrækt mældu og stiguðu lömbin. Þetta er einn liður í því að samræma vinnubrögðin fyrir haustið. Nokkur lömb voru stiguð og valin til nánari skoðunar í sláturhúsi SS á Selfossi daginn eftir, en þangað mættu líka ráðunautar frá Búvest, Jón Viðar frá Bændasamtökum Íslands og Stefán Vilhjálmsson frá yfirkjötmatinu. Í sláturhúsi SS voru lömbin stiguð á fæti og skrokkarnir síðan skoðaðir í kjötsalnum.

Til fróðleiks þá eru 69 ær á skýrslu á Stóra-Ármóti árið 2009. Vegna hás aldurs þarf að skera nokkrar ær og voru því settar á 15 gimbrar til lífs. Einn lambhrútur var látinn lifa. Í sláturhúsið fóru 57 lömb og var fallið af þeim 17,5 kg, einkunn fyrir gerð var 9,32 og einkunn fyrir fitu 7,11. Lömbin eru öll fædd í maí.
Hér fylgja nokkrar myndir af fjárraginu á Stóra-Ármóti, eins og sjá má þá tóku bæði stórir sem smáir þátt.










back to top