Fimm kúabú verðlaunuð fyrir góðan rekstur

Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi á Hellu á mánudaginn fengu fimm kúabú viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Auðhumlu fyrir frábæran rekstur og bústjórn á búum sínum. Til grundvallar voru lagðar rekstrartölur áranna 2010 og 2011 samkvæmt bústjórnarverkefninu SUNNA en það er verkefni sem rúmlega 60 sunnlensk kúabú taka þátt í  árlega og hefur verið samvinnuverkefni Búnaðarsambands Suðurlands og viðkomandi búa. 

Eftirtalin bú hlutu verðlaun (í stafrófsröð):
Bryðjuholt, Hrunamannahreppi – Samúel U. Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir.
Gýgjarhólskot, Bláskógabyggð  – Eiríkur Jónsson.
Miðfell 5, Hrunamannahreppi –  Áslaug Bjarnadóttir og Gunnlaugur Magnússon
Móeiðahvoll, Rangárþingi eystra – Birkir A. Tómasson og Bóel Anna Þórisdóttir
Sel, Rangárþingi eystra – Inga Birna Baldursdóttir og Karel G. Sverrisson

Þess má geta að þrjú þessar búa fengu samskonar viðurkenningu árið á undan, þ.e. búin  í Gýgjarhólskoti, Móeiðarhvoli og í Seli. 

Auk verðlaunaskjals fengu búin veglega ostakörfu frá MS. Fólkið á myndinni er frá vinstri: Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri, Inga Birna Baldursdóttir og Karel G. Sverrisson, Seli í Rangárþingi eystra, Gunnlaugur Magnússon og  Áslaug Bjarnadóttir, Miðfelli 5 í Hrunamannahreppi, Birkir A. Tómasson og Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli í Rangárþingi eystra, Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, Eiríkur Jónsson,  Gýgjarhólskoti í Bláskógabyggð og Runólfur Sigursveinsson, fagstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. (Mynd: Magnús Hlynur)


back to top