Félagsráðsfundur FKS 18. mars 2021

Fundargerð Félasráðs Félags kúabænda á suðurlandi 18. mars 2021

Fundur í Félagsráði FKSu haldinn í Björkinni Hvolsvelli, fimmtudaginn 18. mars 2021.

Fundur hófst kl 12:30
Mættir: Aðalbjörg Rán Ásgeirsdóttir, Borghildur Kristinsdóttir, Haraldur Einarsson, Samúel U. Eyjólfsson, Bóel Anna Þórisdóttir, Þórir Már Ólafsson, Þorsteinn Logi Einarsson, Bryndís Eva Óskarsdóttir, Reynir Þór Jónsson, Ómar Helgason, Charlotte Clausen, Magnús Örn Sigurjónsson, Arnór Hans Þrándarson, Anne B Hansen, Jóhann Rúnar Sævarsson, Arnfríður Snædís Jóhannesdóttir.
Gestir: Berglind Hilmarsdóttir, Núpi og Rafn Bergsson fyrrverandi formaður FKSu

1. Mál er kosning ritara og gjaldkera. Núverandi gjaldkeri, Borghlidur Kristinsdóttir og núverandi ritari, Haraldur Einarsson gefa kost á sér og eru þau endurkjörin með lófaklappi.

2. Mál er kosning fulltrúa á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands. Kosnir eru 5 fulltrúar og jafnmargir varamenn. Niðurstaða kosninga varð eftirfarandi:
1) Haraldur Einarsson 16 atkvæði
2) Samúel U. Eyjólfsson 14 atkv.
3) Aðalbjörg Ásgeirsdóttir 14 atkv.
4) Borghildur Kristinsdóttir 9 atkv.
5) Bóel Anna Þórisdóttir 6 atkv. eftir hlutkesti.
6) Ómar Helgason 6 atkv.
7) Þorsteinn Logi Einarsson 3 atkv. eftir hlutkesti
8) Anne B Hansen 3 atkv.
9) Reynir Þór Jónsson 2 atkv. eftir hlutkesti
10) Bryndís Eva Óskarsdóttir 2 atkv.

3. Mál. Umræður og ályktanir fyrir aðalfund Landsambands Kúabænda sem haldinn verður 9 apríl 2021.
Umræða fór vítt og breytt og einkenndist helst af fyrirhugðum breytingum á félagskerfi bænda. Umræður um hvort þetta félag væri óþarft og við hefðum ekki aðkomu að búgreinaþingi. Flestir sammála um að halda þessu félagi lifandi. Tengingin við grasrótina væri ekki augljós og það vantar svör og mjög margir lausir endar þótt búið væri að samþykkja að fara í breyingar á búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands. Þ.e.a.s. ef búgreinafélögin samþykkja það breytinguna einnig. Hugmyndafræðin er að koma fram sem einn maður. Hver yrði okkar aðkoma að nýja kerfinu.
Rætt var um búnaðarþingi og búgreinaþing, fjölda fulltrúa o.þ.h.. Fulltrúar á búnaðarþingi eru 63 og líklegt að bændur í nautgriparækt fái 13-14 þar inná. Landinu skipt í 6 deildir og tryggt dreifing fulltrúa á bæði búgreina – og búnaðarþing um landið. Búnaðarsamböndin munu eiga 6 fulltrúa og líklegast yrðu 13 aðildarfélög að BÍ.
Áhyggjur voru uppi um aðkomu að búgreinafélaginu og tengingu við grasrótina. Margir vilja meiri og frekari útfærslur og betri tengingu við grasrót eins og okkur. T.a.m. með SVÓT greiningu. (Styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri), þá liggja einnig tækifæri í því að það sé ekki búið að ákveða alla þætti er tengjast grasrótarstarfi. Þannig getur félag eins og okkar haft áhrif á hvernig grasrótin tengist búgreinafélaginu.
Rætt var um þátttöku bænda í nýju kerfi, merkingar á íslenskum afurðum og að taka markvisst á tollamálum.

Gert var hlé á fundi og þegið kaffiveitngar í boði félagsins.

Eftir hlé var skipt í tvo vinnuhópa til að vinna að tillögum sem fara fyrir aðalfund LK. Vinnan gekk vel og var ritara falið að skrifa þær upp og senda á hópinn og síðan yrði frekari umræður og útfærslur á facebook síðu félagsráðsins.

Fleira var ekki gert og fundi lauk 16:45


back to top