Félagsráðsfundur FKS 12. janúar 2017

Fundur Félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi 12. janúar 2017, haldið í sal MS á Selfossi. Valdimar Guðjónsson, formaður, setti fundinn kl. 12.15.
Aðalfundur FKS 2017
Aðalfundur verður haldinn 13. febrúar í Gunnarsholti. Sennilega ekki von á eins mörgum á fundinn eins og í fyrra. Valdimar óskaði eftir hugmyndum að kynningu eða fræðslu á fundinum. Uppstillinganefnd; búið að stinga upp á Reyni á Hurðarbaki, Öddu á Herjólfsstöðum og Karel í Seli. Valdimar gefur ekki kost á sér áfram sem formaður FKS.
Ási, Norðurgarði: Fá nýjan landbúnaðarráðherra á fundinn.
Ragnar, Litla-Ármóti: Hefur aðalfundur verið dýr?
Valdimar, Gaulverjabæ: Sagði það góða hugmynd að fá nýjan landbúnaðarráðherra. Kvaðst myndi kanna það strax. Var í fyrra nokkuð dýr aðalfundurinn á hótel Stracta Hellu, en þá var líka mjög góð mæting. Spurði hvort ekki væri nóg að hafa bara kaffi en ekki súpu á þessu ári?
Félagsaðild að LK
Formannafundur var haldinn hjá LK á dögunum. Þar var verið að ræða málefni félagsaðildar að LK. Samkvæmt núverandi samþykktum væri fræðilega hægt að kjósa fólk í stjórn LK þó það sé ekki félagsmenn í LK, og því þarf að skýra ýmislegt í kringum þetta. Samþykktur landshlutafélaganna og LK ganga ekki saman, áður var fjöldi fulltrúa metinn eftir innleggjendafjölda á hverju svæði, en ekki félagatali eins og verður. Því fækkar um 1 aðalfundarfulltrúa hjá FKS. Lögfræðiálit frá lögfræðingi BÍ; lagt til að allir geti kosið inn á LK-þing sem eru í FKS um áramót, en þeir séu kjörgengir inn á LK-þing séu þeir sem eru búnir að ganga í LK skv. upplýstu samþykki.
Samúel, Bryðjuholti: Nú eru 125 búnir að skrifa undir að vera í LK (allt landið), ca. ¼ af því sem var í LK áður.
Bóel, Móeiðarhvoli: Er hægt að vera í FKS, en ekki LK, og öfugt?
Samúel: Fundurinn í dag þarf að ákveða það.
Bóel spurði einnig hvort félagsgjald verði áfram í LK, í viðbót við félagsgjaldið í LK. Valdimar svaraði því að það yrði nauðsynlegt fyrir rekstur FKS.
Bóel: En ætlar LK ekki að borga út til aðildafélaga eins og er gert nú þegar?
Samúel: Jú, en við þurfum samt meira rekstrarfé fyrir FKS, heldur en fæst frá LK. Misjafnt hvort félög um landið hafa verið að rukka félagsgjald.
Jóna: Hvernig er með félaga sem skráir sig í LK en leggur ekkert inn fyrr en eftir dúk og disk, t.d. nýir nautakjötsframleiðendur? Þar sem félagsgjald í LK er rukkað í gegnum afurðastöðvarnar.
Samúel: Verða í félaginu en fá ekkert félagsgjald fyrr en lagt inn í afurðastöð.
Ási: Félagar sem eru ekki í búskap, detta þeir út?
Samúel: Já, detta út en hægt að hafa aukafélaga ef við viljum. Slíkir félagar hafa ekki kosningarétt.
Reynir, Hurðarbaki: Spurði hvernig yrði háttað með félagsbú og ehf og þess háttar, ef eru fleiri aðilar sem standa að rekstri? Geta margir verið félagar í landshlutafélagi sínu?
Valdimar: Allir sem standa að slíkum rekstri hafa kosningarétt og allir kjörgengir, ekki bara eitt atkvæði eins og hjá MS-Auðhumlu þegar um er að ræða ehf. Svo er bara spurning með árgjald og þess háttar. Félagsgjald má ekki fæla frá, spurning hvort þurfi að vera þak á þá stærstu til að fæla þá ekki frá.
Jón, Skeiðháholti: Hvað verður ef bara 1/3 kúabænda ganga í LK, félagsgjaldið gæti orðið ansi hátt fyrir þá.
Samúel: Hefur kostað 45-50 milljónir að reka LK undanfarin ár.
Bóel: Hvernig á að draga saman reksturinn þegar minnkar félagsaðild?
Samúel: Hefur ekki verið rætt innan stjórnar. Fundarkostnaður hár, sérstaklega ferðakostnaður. Ýmiss launakostnaður er hár.
Jón spurði hvort væri hægt að aðgangsstýra heimasíðu LK fyrir félagsmenn? Ákveðinn hvati til að fólk gangi í félagið. Verður lokaðri klúbbur en hefur verið fyrir vikið.
Ágúst, Brúnastöðum: Hvernig er skipting milli svæða þeirra sem hafa gengið í LK með upplýstu samþykki?
Samúel: Sum svæði eru mjög góð. Önnur lakari, Rangárvallasýsla er t.d. með mjög dræm viðbrögð eftir fundi LK. Eyfirðingar eru að fara milli bæja til að safna undirskriftum. Þarf að gera eins hér? Hægt að senda út blaðið á tölvupósti og fara svo milli bæja og safna blöðunum/hafa samband. Þá er ljóst hverjir eru með og hverjir ekki í LK fyrir aðalfund FKS.
Ási: Þeir sem skrifa undir núna, en voru fyrir í LK eða FKS, eru þeir jafn kjörgengir og áður?
Samúel: Vill hafa að þannig að þeir sem skrifa undir fyrir aðalfund FKS (13. febrúar), þeir verði kjörgengir inn á aðalfund LK.
Ragnar: Spurning er hvort sé verið að fara vitlausa leið í hagsmunagæslu, gæti MS-Auðhumla eða afurðastöðvar/sláturleyfishafar séð um þetta?
Valdimar: LK nýtur þokkalegrar virðingar í stjórnsýslunni, væri síður ef MS-Auðhumla sæi um hagsmunagæsluna. Ekki rétta leiðin að þeir taki þetta að sér.
Samúel: Það var ekki sjálfgefið að fá hækkun á mjólkinni núna vegna lækkunar á aðfangaverði oþh. Hagsmunabarátta formanns mjög mikilvæg í því.
Bóel: Hækkunarþörf í sumar og september, en lækkun í desember, en útreikningur fór fram í desember. Ekki rétt að halda því fram að formaður LK hafi náð fram hækkun þegar átti að vera lækkun, af því að þetta var uppsöfnuð hækkunarþörf.
Sævar, Stíflu: Gleymist oft að við fáum alls ekki alltaf fulla hækkun. Það liggur inni uppsöfnuð hækkunarþörf frá fornu. Rekstrargrunnur búanna þolir ekki þetta afurðaverð. Vont að LK geti ekki gefið út hver vinnulaun í búskap eru. Hlýtur að vera hægt að fletta í skattskrá. Það verður að fara að endurskoða verðlagsgrundvöll.
Ágúst: Verðlagsgrundvöllur; er ekki horft á hann lengur?
Samúel: Jú, horft á hann. Laun vega mjög mikið inn í honum. Mun stærri liður en áburður og kjarnfóður. Launaliður reiknaður út frá launavísitölu, það hefur verið heilmikið launaskrið undanfarið. Þess vegna lækkaði grundvöllur ekki í sumar þó kjarnfóður og áburður lækkuðu í sumar. Áburður ekki reiknaður inn fyrr en í maí-júní. Reiknaður á þriggja mánaða fresti, Hagstofa sér um útreikninginn. Á að fara að uppfæra verðlagsgrundvöll núna, hann verður notaður næstu 3 ár miðað við nýja samninginn. Hefur ekki verið uppfærður síðustu 3 ár vegna þess að það átti að fara að stokka upp í þessu kerfi með nýjum samningi.
Sævar: Grasrót ósátt með LK, heyrist lítið hvað er að gerast í hagsmunagæslunni.
Samúel: SAM lagði til í desember að umframmjólk frá 2015 yrði tekin í birgðir. LK og BÍ mótmæltu því og niðurstaðan var að 3 milljón lítrar af mjólk 2016 var tekið í birgðir.
Sævar: Mælti með að heimasíðan yrði betur notuð til að kynna hvað er að gerast í þessum málum, en þá þyrfti kannski að vera lokað svæði fyrir félagsmenn.
Ási: Þyrfti að vera opin að einhverju leyti fyrir almenning.
Samúel: Á að breyta samþykktum núna eða bíða með það til næsta árs? Á að henda fólki út úr félaginu núna? Sláturleyfishafar hafa verið snúnir að innheimta félagsgjald, en sennilega er það að hafast í gegn að fá þá til þess.
Bóel: EUROP? Hvernig gengur að koma því á?
Samúel: Ekki komið í gagnið. Stendur á reglugerð frá ANR.
Valdimar: Enn ætlunin að setja það á?
Samúel: Já, voru bara í vandræðum að klára allar hinar reglugerðir fyrir áramót. Framleiðslujafnvægi, hvað þarf að gera við þann pening? Eru 100 milljónir skv. samningum. Þarf að minnka eða auka framleiðslu? Þarf að ákveða í janúar. Peningar sem koma úr samningnum.
Sævar: Hvað er framleiðslujafnvægi? Hvernig er hægt að ákveða þetta í upphafi árs?
Samúel: Stjórn LK gerir tillögu til framkvæmdanefndar búvörusamninga. Þarf að slátra kúm, hvetja til ásetnings eða hvernig á að stýra framleiðslunni? Má færa milli liða innan samnings.
Valdimar: Hefur komið fram hvað eru margir að hætta?
Bóel: Voru um það bil 40 innleggjendur sem hættu á síðasta ári. Komið niður í 596 innleggjendur. Hættu einhverjir á síðustu metrunum, spurning hvort það sé inni þessari tölu.
Ási: Er hægt að kúvenda eftir 3 ár, samningunum?
Borghildur, Skarði: Ef bændur neita að kúvenda eftir 3 ár þá heldur samningurinn áfram eins og lagt er upp með.
Sævar: Hvernig er með Auðhumlu, þarf að fara að innheimta félagsgjöld þar?
Samúel: Innleggjandi gengur inn í Auðhumlu þegar hann byrjar, og skrifar undir þegar hann byrjar að það sé tekið af sér í stofnsjóð.
Valdimar: Þarf stjórn LK að skilgreina enn betur en nú, hver er að gera hvað? Hvað er LK að gera og hvað er BÍ að gera oþh.
Samúel: Það er til verkaskiptasamningur milli LK og BÍ.
Þá var rætt um nýju reglugerðirnar og sérstaklega gæðagreiðslur fyrir nautakjöt, en þær eru gerðar upp 4 sinnum á ári.
Ragnar: Í reglugerð segir að gæðagreiðslur séu greiddar út á skrokka sem eru 250 kg eða yfir, lenda í P+ eða betri flokkum, vilja afurðastöðvar það?
Samúel: Sérstaklega kjötvinnslurnar vilja stóru skrokkana. Þess vegna var 250 kg endanleg tala. Vantar líka kjöt inn á markaðinn. Svo er spurning hvernig sláturleyfishafar verðleggja nýja kerfið. Hverjir ætla að hafa eftirlit með því? Verður LK eftirlitsaðili/hagsmunaaðili í því?
Borghildur: Félagsgjald fyrir FKS? Hafa það eins og hefur verið? Hefur verið afurðastöðvarverð fyrir 50 l mjólkur á ári?
Bóel: Hvað skila félagsgjöldin á ári?
Borghildur: Um milljón á ári.
Karel: Hvað eru margir í FKS?
Samúel: 271. Það eru 24 í félagsráði, hvað þarf hver og einn að heimsækja marga til að fá upplýst samþykki þess að vera í LK? Umræður um jarðakaup, menn kaupa jarðir, flytja kvótann milli jarða og selja svo jörðina aftur. Hvað á að gera í þessu? Á að banna þetta?
Ákveðið að bíða með samþykktarbreytingar til næsta árs. Samúel leggur til að hafa bara kynningu á hlutunum núna og bíða með breytingar til næsta árs. Bíða og sjá hvað eru margir sem gefa upplýst samþykki að vera í LK.
Reynir: Hefur kosning formanns verið undirbúin á undanförnum aðalfundum?
Samúel: Já, uppstillinganefnd hefur undirbúið kosningu.
Fleira ekki rætt. Fundi félagsráðs slitið kl. 13.50.
Fundarritari félagsráðsfundar Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.
———————————
Opinn fræðslufundur hófst síðan kl. 14.10
Gestur fundarins var Guðmundur Jóhannesson starfsmaður RML.
Guðmundur kynnt verkefnið um erfðamengisúrval (genomic selection). Er hann í starfshóp sem vinnur að undirbúningi verkefnisins.
Hann fór yfir í byrjun vísindin sem liggja að baki. Einnig hvaða möguleikar skapast í nautgriparæktinni, t.d. gríðarlega flýtingu erfðaframfara þar sem kynbótamat gripa getur legið fyrir fljótlega eftir fæðingu kálfs. Er um 70% áreiðanleiki í prófum. Biðnautakerfi verður lagt af. Sem dæmi tekur í dag 7 ár að fá niðurstöður um ungnaut. Alls er áætlaður kostnaður um 100 milljónir að koma kerfinu á. Talið að undirbúningur taki um 5 ár .
Sagði frá „spermvital“ Ný sæðingatækni frá Norðmönnum. Er sæðið þá í gel formi. Kostir að sæðið er að losna í 48 tíma. Fanghlutfall talið um 8% betra.
Guðmundur fór einnig yfir á tölvunni nýjungar og breytingar á Huppu forritinu. Hvernig það lítur út í upphafi árs 2017. Svaraði spurningum því tengdu.
Lauk fundi síðan með kaffi um kl. 15.30
(Valdimar Guðjónsson).


back to top