Félagsráðsfundur FKS 11. mars 2016

Haldinn í sal MS á Selfossi 11. mars 2016. Valdimar Guðjónsson, formaður, setti fund kl. 11.00.
Valdimar fór yfir starfið framundan og minntist á góða mætingu á aðalfund FKS 1. febrúar sl. þar sem mætti um 130 manns. Taldi það mesta fjölda í yfir 20 ár.
Kosningar
Samúel í Bryðjuholti kosinn ritari áfram og Borghildur í Skarði kosin gjaldkeri áfram.
Kosning 5 fulltrúa á aðalfund BSSL sem haldinn verður á Höfðabrekku 14. apríl nk. Vísað til Félagsráðs á aðalfundi. Kosnir fulltrúar:
Valdimar, Gaulverjabæ 14 atkv.
Samúel, Bryðjuholti 12 atkv.
Bogga, Skarði 12 atkv.
Bóel, Móeiðarhvoli 9 atkv.
Jórunn, Drumboddsstöðum 7 atkv.
Varamenn:
Ási, Norðurgarði 5 atkv. (dreginn í 6. sæti)
Reynir, Hurðabaki 5 atkv. (dreginn í 7. sæti)
Sævar, Stíflu 5 atkv. (dreginn í 8. sæti)
Karel, Seli 2 atkv. (dreginn í 9. sæti)
Guðmundur, Berjanesi 2 atkv. (dreginn í 10. sæti)
Ágúst, Brúnastöðum 2 atkv. (dreginn í 11. sæti)
Fréttir af Búnaðarþingi
Jói, Hildisey flutti fréttir af Búnaðarþingi. Málum hefur fækkað mikið í gegnum árin. Fækkun í stjórn BÍ úr 7 stjórnarmönnum í 5. Sindri endurkjörinn sem formaður. 4 aðilar buðu sig fram og voru kjörnir í stjórn. Helstu mál: Dró til tíðinda þegar svínabændur gengu af fundi vegna óánægju við tollasamning og aðbúnaðarreglugerð í svínarækt. Samtök ungra bænda tekin inn í BÍ. Framleiðsluráðssjóði verði slitið, en í honum eru um 400 milljónir. Þaðan renna um 110 milljónir til LK. Hefur ekkert hlutverk. Hægt að nota þessa peninga í uppbyggingu í framtíðinni. Lítill ágreiningur um málin. Lítil umræða um búvörusamninga á þinginu annað en að Rammasamningur var samþykktur á Búnaðarþingi.
Samúel, Bryðjuholti spurði um Hótel Sögu.
Jói: Hagnaður upp á 38 milljónir. Er kominn tími á viðhald og er verið að breyta skrifstofurýmum í hótelherbergi. Búgreinafélög enn á sínum stað í Bændahöllinni en Lífeyrissjóður flutti úr húsinu. Rekstur RML að færast í rétta átt.
Samúel spurði um rekstur Nautastöðvar BÍ.
Jói: Gekk vel, lánið sem fengið var hjá BÍ hefur verið greitt hraðar niður en til stóð. Hagnaður á rekstri á síðasta ári.
Tillögur á aðalfund LK.
Vantar að gera vandaða framleiðsluspá. Þarf að gera kröfu um gott utanumhald þegar gripagreiðslur eiga að hækka um helming.
Bóel, Móeiðarhvoli: Er krafa á sláturhús að setja inn slátrun?
Jói: Standa misvel að þessu.
Eftirfarandi tillögur voru unnar og samþykktar í félagsráði. Verða þær tillögur FKS inná aðalfund LK þann 31. mars 2016.

1. Fjöldi nautgripa í landinu.
Aðalfundur LK .haldinn í Reykjavík 31.mars – 1.apríl 2016 beinir því til MAST, RML og SAM að sameiginlega tryggja öryggi gagna um fjölda nautgripa á hverjum tíma.
Bæta þarf áreiðanleika af fenginni reynslu og að skráningar í skýrsluhaldi séu réttar. Slíkt er mjög nauðsynlegt í allri áætlanagerð varðandi mjólkurframleiðslu bæði á hverjum tíma og fram í tímann. Leggja þarf vinnu í að endurbæta gögn og ferla svo þessir hlutir séu í lagi.

2.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 mótmælir harðlega þeirri miklu skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli og því verklagi sem boðað er.

3.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 beinir því til stjórnar LK að vinna að því að vinnureglur um frest til úrbóta í aðbúnaðarreglugerð séu skýrar og komi tímanlega fram.

Greinargerð: Lagt er til að gerð verði aðgerðaráætlun í samstarfi viðkomandi bónda og MAST. Nauðsynlegt er að ákveðinn sveigjanleiki sé til staðar ef unnið er sannanlega að úrbótum á búum, þó ákveðin reglugerð sé í gildi.

4.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 beinir því til sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra að fresta til 31.desember 2018 gildistöku aðbúnaðarreglugerðar sem lúta að breytingum á eldri fjósum.

Greinargerð. Í nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir fjármagni til breytinga á aðstöðu og verður hægt að sækja um styrki til þess.

5.
Afkomuvöktun.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 beinir því til stjórnar LK og RML að vinna markvisst að greinargóðri afkomuvöktun kúabúa á hverjum tíma. Æskilegt væri að á aðalfundi LK væru komnar fram ákveðnar vísbendingar um afkomu liðins árs og stöðu greinarinnar.

6.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 beinir því til RML að bæta enn rekstrarráðgjöf .
Greinargerð.
Nauðsynlegt er að endurvekja rekstrargreiningarverkefni sem voru á vegum Búnaðarsambandanna.

7.
Nýliðunarstyrkir.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31 mars til 1. apríl 2016 beinir þvi til samninganefndar búvörusamninga varðandi vinnu við reglugerðarbreytingar að nýliðunarstyrkir þurfi ekki að vera bundnir við 50% eignaraðild.

Greinargerð.
Margir nýliðar koma inn í búskap í minni skrefum en 50% eignahlut. Teljast þeir þá ekki gjaldgengir til nýliðastuðnings vegna of lítils eignarhluts í búinu samkvæmt núverandi reglum. Möguleiki þarf að vera til staðar fyrir þá nýliða sem koma inn í búskap í smærri skrefum að hljóta stuðning, því oftar en ekki er um mjög mikla fjárfestingu að ræða. Nýliðastuðninginn mætti því greiða í þrepum eftir því sem eignarhlutur nýliðans í búinu eykst.

8.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31.mars til 1.apríl 2016 skorar á Landbúnaðarháskóla Ísland að setja aukinn kraft í kennslu í nautgriparækt, að semja meira af kennsluefni og koma því í útgefna kennslubók. Einnig að efla yrkjatilraunir á grænfóðri og grastegundum og standa fyrir tilraunum með áburðartegundir.

9.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31.mars til 1.apríl 2016 beinir því til MAST að koma eftirlitsskýrslum úr áburðareftirliti fyrr á framfæri til bænda. Ótækt er að bændur sjái niðurstöðurnar þegar þeir eru búnir að panta áburð næsta árs.

10.
Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 31.mars til 1.apríl 2016 beinir því til stjórnar LK að halda ítarlega kynningu fyrir bændur á EUROP-kjötmatskerfi áður en það tekur gildi.
Ágóði af skyrsölu erlendis. Leyfistekjur og einnig af eigin framleiðsla hérlendis. Ágóði skyrsölu myndi vega upp umframmjólkurverðið. Ætti að vera hægt að skipta tekjum þar sem verður bókhaldslegur aðskilnaður. Umframmjólk öryggisventill. Leyfisgjöld.
Rætt um kyngreint sæði. Er kostnaður óyfirstíganlegur í raun?
Sæðingadagatal. Minna þarf á að það komi tímanlega og að minnka letur á væntanlegum burðartíma, því erfitt sé að skrifa í reitinn vegna smæðar. Eins að ekki plasta eins og gert er því enginn penni bítur á blaðið. Þarf sérstaka gerð tússpenna.
Önnur mál
Rætt um komandi aðalfund þar sem formaður, Sigurður í Steinsholti, og varaformaður, Guðný Helga á Bessastöðum, gefa ekki kost á sér lengur. Jóhann, Hildisey, tilbúinn að gefa kost á sér í formannskjör ef fulltrúar af Suðurlandi taka jákvætt í það. Auk þess sem hefur heyrst nafn Arnars á Hranastöðum.
Bóel, Móeiðarhvoli: Mikilvægt að halda samstöðu fulltrúa af Suðurland.
Jói: Gefur kost á sér í formann en ekki til almennra stjórnarstarfa ef ekki hlýtur kosningu.
Valdimar: Mikilvægt að hreinsa ekki alveg út úr stjórn.
Samúel: Samningar ekki alveg búnir?
Jói: Á eftir að útfæra margt í samningunum. Plaggið ekki nema tvær síður, en ýmis vinna við reglugerðarbreytingar og fleira, er eftir.
Sævar: Þarf ekki að vera sammála um hverja eigi að kjósa í stjórn. Vont ef enginn Sunnlendingur verður í stjórn.
Samúel: Ekki sjálfgefið að fólk vilji standa í félagsstörfum. Hefur fundist Sunnlendingar vilja standa saman í hlutunum.
Jói: Öðruvísi staða hér en annarsstaðar, meðal annars vegna þess að hér starfar félagsráð.
Palli: Vildi óska að væri sýnt út frá öllum aðalfundi LK. Kannski sniðugt að senda út á veffræðslunni.
Rætt um félagsgjald í LK þegar búnaðargjald verður fellt niður. Tillögur um að afurðastöðvar innheimti einhverja aura á hvern innveginn líter eða innlagt kjöt hjá sláturhúsum. Svo yrði félagsgjaldi skipt milli landssamtaka og landshlutafélaga.
Framleiðsluskylda. 80% framleiðsluskylda á þessu ári. Tillaga kemur frá LK og SAM og ráðherra hefur lokaorðið með framleiðsluskyldu. Var lækkað í 80% vegna þess að það er verið að fara í nýjan samning með enn lægri framleiðsluskyldu.

Jói: Námskeið í GS síðustu 2 daga. Mat sérfræðinga að það sé hægt að nota GS hérlendis. Snýst um möguleika á upptöku úrvals á grunni erfðamarka í íslenska kúastofninum. Í sem stystu máli er tekið DNA sýni úr nýfæddum nautkálfi og erfðamengið greint. Hægt að sjá með talsverðu öryggi hvort kálfurinn er efnilegur sem kynbótagripur. Myndi ótvírætt geta flýtt erfðaframförum.
Mjög spennandi. Stjórn mun leggja fram tillögu fyrir fundinn að fara í þetta verkefni.

Fundi slitið eftir vinnu við tillögur kl. 14.30.

Fundarritari . Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.


back to top