Farið verður að óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að vextir á lánum sem báru gengistryggingu, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta 16. júní sl., eigi að vera óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands frá lántökudegi. Um var að ræða prófmál og mjög líklegt er að málinu verði áfrýjað fyrir Hæstarétt.

Allt útlit er fyrir að öll fjármögnunarfyrirtækin telji gengistryggða rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga lögmæta, þar sem dómar Hæstaréttar frá 16. júní sl. snérust í báðum tilvikum um bílasamninga. Framangreindir samningar verða því líklega, enn um sinn að minnsta kosti, innheimtir sem um gengistryggða samninga sé að ræða. Síðari niðurstöður dómstóla kunna þó að breyta því.


back to top