Fallþungi ívið minni en í fyrra

Nú liggja fyrir niðurstöður kjötmats á lambakjöti í nýliðinni sláturtíð eða á tímabilinu 1. ágúst 2011 til 31. október 2011 samkvæmt samantekt MAST. Slátrun á tímabilinu var nokkru meiri en í fyrra, rúmlega 528 þúsund lömb, en 2010 var fjöldinn um 509 þúsund (+3,8%). Innvegið kjöt var alls 8.333 tonn, en tæp 8.125 tonn árið 2010 (+2,6%).
Meðalfallþungi í haust, þ.e. fram til 31. okt., var 15,77 kg sem er 190 gr. minna en í fyrra (-1,2%).

Gerðareinkunn var nú 8,49 en var 8,64 á sama tíma í fyrra og fitueinkunn var 6,47 í stað 6,63 á sama tíma árið áður. Heildartölur yfir árið 2011 verða birtar síðar.


back to top