Fallþungi ívið meiri en í fyrra

Í síðustu viku, nánar tiltekið þann 7. sept., fóru 68 lömb frá Stóra Ármóti í sláturhús. Flokkun var með ágætum og fallþungi sömuleiðis miðað við að þetta er frekar snemmt og lömbin höfðu ekki verið bötuð á grænfóðri. Meðalfallþungi reyndist vera 16,2 kg samanborið við 15,99 kg á sama tíma í fyrra. Einkunn fyrir gerð var þrátt fyrir ívið meiri fallþunga heldur lakari en í fyrra. Þannig var gerðareinkunn nú 8,88 en 9,03 í fyrra. Hins vegar var fitan mun minni en í fyrra og reyndist og einkunn fyrir fitu vera 5,65 samanborið 6,08 í fyrra.

Flokkun var eftirfarandi:

E


U


R


O


P

1

 


 


 


1

 
2

2


13


36


1

 
3  

4


9

   
3+  

1


1

   
4          
5          


back to top