Umsóknafrestur er til 10. september!!!

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband við Búnaðarsamband Suðurlands (sími 480 1800), eða Bændasamtök Íslands (sími 563 0300).

Leiðbeiningar/upplýsingar um útfyllingu umsóknar 2014 (tekið af Bændatorgi):
Sjálfkrafa fyllist út nafn, heimili, kennitala og upplýsingar um bú þess notanda sem er skráður inn í Bændatorgið.

Fylla þarf út virðisaukaskattsnúmer (Vsk nr.), netfang og ÍSAT númer í búnaðargjaldsskyldri búgrein (krafa gerð um það samkvæmt verklagsreglum). Innskot BSSL hægt er að nálgast VSK nr og ÍSAT númer á vef Ríkisskattstjóra hér rsk.is með því að stimpla inn kennitölu eða nafn umsækjanda.

Þá er nauðsynlegt að fylla út upplýsingar um bankareikning sem leggja á styrk inn á.

Reglan ætti að vera sú að landnúmer jarðar sem ræktað er á sé tengt því búsnúmeri sem fylgir umsókn og búrekstur tilheyrir. Undantekningar geta þó verið frá þessu. Kerfið leitar uppi öll landnúmer samkvæmt opinberri landnúmeraskrá. Aðeins er hægt að sækja um styrk á einu landnúmeri í hverri umsókn. Til að sækja um á fleiri en einu landnúmeri þarf að fylla út aðra umsókn. Velja má fleiri en eina spildu í hverjum lið (#1, #2 …).

Spildur sem eru skráðar í jarðræktarforritið JÖRÐ.IS eru aðgengilegar í umsókninni. Velja skal þá spildu eða spildur sem sótt er um styrk fyrir ræktun á. Stærð spildurnar kemur fram ásamt nafni og möguleika á að skoða loftmynd af spildunni í JÖRÐ.IS. Til að fara beint á spilduna þarf fyrst að skrá sig inn í forritið JÖRÐ.IS í öðrum glugga. Smellt er á Bæta við til að færa upplýsingar um spildu yfir á umsókn.

Framlög má veita til sáningar á ræktarlandi þar sem korn-, tún-, grænfóður- og olíujurtarækt er ætluð til fóður- og matvælaframleiðslu, beitar eða iðnaðar. Framlög má aðeins veita ef heildarflatarmál ræktunarinnar er a.m.k. 2 ha. Uppskera er kvöð. Framlag á hvern ha. fyrir hvert bú er kr. 17.000 á ha. frá 1-30 ha. og kr. 12.000 á ha. frá 30-60 ha.
Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Greitt er út á heila ha. og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Framlög skerðast á hvern ha. hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða ha. (3. gr. verklagsreglna 708/2013).

Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins veita bændum ráðgjöf vegna jarðræktar

 


back to top