Enn og aftur öskufall undir Eyjajföllum

Vindátt er nú smátt og smátt að snúast til norðlægrar áttar og öskufall hefur færst suður og austur á bóginn. Eins og við sögðum frá í morgun féll aska vestur af eldstöðinni í nótt og í morgun, þ.e. í Fljótshlíð, Hvolsvelli og vart varð við ösku í Grímsnesi, Hveragerð, Selfossi, Flóa og Þorlákshöfn svo dæmi séu tekin. Eftir því sem liðið hefur á daginn hefur öskufallið fæsrt til suðurs og þá féll aska í Landeyjum.
Nú fellur aska í Vestmannaeyjum og enn og aftur er komið öskufall undir Eyjajföllum.
Um helgina er útlit fyrir að aska falli suður og suðvestur af eldstöðinni.


back to top