Ekki búið að farga fénu í Brautarholti

Ekki er byrjað að farga sauðfé á bænum Brautarholti í Hrútafirði, þar sem riðuveikismit af afbrigðinu NOR98 greindist í mánaðarbyrjun. Að sögn Ásgeirs Sverrissonar, bónda í Brautarholti, stendur hann nú í viðræðum við Matvælastofnun um samning um förgun fjárins. „Þau mál eru bara á byrjunarstigi en ganga ágætlega,“ segir Ásgeir, sem býst ekki við því að gengið verði til verksins fyrr en í síðari hluta þessa mánaðar.

Þegar þar að kemur þarf að skera um 700 kindur, hrúta og lömb. Kindur í Brautarholti hafa ekki verið reknar á afrétt og því verið frekar einangraðar frá fé af öðrum bæjum. Smitið var því mjög óvænt og í raun reiðarslag fyrir sauðfjárveikivarnir í landinu.


 


back to top