Dagur sauðkindarinnar 13. október n.k.

Dagur sauðkindarinnar verður haldinn í Skeiðvangi á Hvolsvelli 13. október n.k. kl. 14-17.
Meðal dagskrá atriða er að 10-15 efstu lamb- og veturgamlir hrútar úr heimasýningum verða boðaðir og dæmdir upp á nýtt og verðlaunaðir. Keppt verður um fallegustu gimbrina og litfegursta lambið. Veitt verða verðlaun fyrir ræktunarbú ársins 2011, afurðahæstu 5. vetra ána og þyngsta dilkinn, það sem af er sláturtíðar
Að auki er „rollubingó“, uppboð á úrvalsgripum og ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin.
Kjötsúpa verður í boði Sláturfélags Suðurlands og síðan er hægt að kaupa kaffi og svaladrykki á staðnum.
Kynnir er Hermann Árnason.

Endilega takið daginn frá og njótið samveru með sauðfjárbændum.

Félag Sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu


back to top