Breytingar á svæðaskipulagi frjótækna

Nú hefur fastráðnum frjótæknum fækkað niður í fjóra og þar með breytast sæðingasvæðin í samræmi við það. Breytingin tekur gildi þann 20. nóvember n.k. Svæði Smára Tómassonar minnkar um Álftaver í austri en stækkar um Austur-Landeyjar í vestri. Hermann Árnason mun sjá um sæðingar í vesturhluta Rangárvallasýslu, þ.e. frá V-Landeyjum í austri, ásamt þeim hluta Flóa sem tilheyrði Villingaholtshreppi fyrrum. Bragi Ágústsson verður áfram með hluta Flóans tekur Skeiðin, hluta Biskupstungna, Laugardal, Grímsnes og Ölfus. Guðmundur Jón Skúlason verður á bakvakt staðsettur í Fljótshólum en mun sjá um sæðingar á bæjum í nágrenninu. Úlfhéðinn Sigurmundsson, sem tekur við starfi frjótæknis af Bjarna Einarssyni, mun sinna sæðingum í Hreppum og efri hluta Biskupstungna.
Þeim bændum sem breytingarnar taka til verður send tilkynning þar að lútandi í þessari viku.


back to top