Breytingar á stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi

Þórir Jónsson formaður Félags kúabænda á Suðurlandi hefur látið af störfum  sem formaður félagsins af heilsufarsástæðum. Ritari félagsins og varaformaður, Samúel U. Eyjólfsson í Bryðjuholti, mun gegna störfum formanns fram að aðalfundi félagsins sem haldinn verður væntanlega í lok janúar nk. en þá verður  kosinn nýr formaður.


back to top