Breyting á sæðingagjöldum

Við innheimtu sæðingagjalda er miðað við fjölda fullorðinna kúa á forðagæsluskýrslu MAST á viðkomandi búi um síðustu áramót. Við þá tölu er bætt 25% sem er áætlaður fjöldi kvígna sem sæddar verða.
Innheimta sæðingargjalda fer fram ársfjórðungslega þ.e. 4 x á ári, en þar sem tölur um kúafjölda um liðin áramót liggja ekki fyrir hjá MAST fyrr en á vordögum þá breytist grundvöllur innheimtunnar ekki fyrr en á öðrum ársfjórðungi hvers árs.
Bóndi sem á 40 kýr á skrá um áramót greiðir því gjald af 50 gripum. Gjald á grip á ári er núna kr. 2.900,- óháð fjölda sæðinga eða heimsókna. Sæðingagjöldin á þessu búi eru því kr 145.000 á tólf mánaða tímabili eða kr. 36.250 ársfjórðungslega sem gerir kr. 12.083,- á mánuði.


back to top