Betra land ehf. ekki með að sinni

Nú er það ljóst að Betra land mun því miður ekki geta lagt fram vöru- og verðskrá fyrir áburð að þessu sinni. Ástæðuna má helst rekja til vanefnda birgja Betra lands í gæðamálum. Auk þess hafa þrengingar á mörkuðum erlendis valdið því að ekki hefur tekist að ná áburði frá öðrum framleiðendum á réttum tíma.
Betra land mun áfram vinna að því að koma á viðskiptasamböndum við áburðarframleiðendur sem framleiða bæði einkorna og fjölkorna áburð. Betra land mun því halda sig til hlés á yfirstandandi sölutímabili.

Nánar upplýsingar veitir:
Sigurður Jónsson
Sími: 8934339
siggi@betraland.is


back to top