Bændur mega sinna skepnum sínum

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli hefur ákveðið að leifa bændum að fara heim til sín, tímabundið, að sinna skepnum sínum. Þetta er gert vegna vísbendinga um að flóðið niður Markarfljót sé í rénun, í augnablikinu.  Rýmingu hefur ekki verið aflétt en staðan verður metin seinna í dag.


back to top