Ársfundur BÍ 15. mars – ráðstefna og bændahátíð

Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Í kjölfar fundarins verður haldin ráðstefna þar sem meðal annars verður fjallað um sérstöðu íslensks landbúnaðar, smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á nótt.

Ráðstefnudagskrá – kl. 13.00-16.00

HVER ER SÉRSTAÐA ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR?
Setning ráðstefnu: Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður BÍ
Ávarp: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Einstök staða íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Landspítalann

Hvernig tölum við um lýðheilsu og matvælaframleiðslu?
Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu

Kaffihlé

Lífræn ræktun – Hvert er lífræn framleiðsla að stefna í heiminum?
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, Verndun og ræktun – félags framleiðenda í lífrænum búskap

Ný tækifæri í landbúnaði og sölu á afurðum bænda
Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi

Íslenska ullin: vannýtt auðlind
Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna

REKO á Íslandi – sala á búvörum í gegnum Facebook
Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum
Ráðstefnustjóri: Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands


back to top