Angus holdakálfarnir farnir til eigenda sinna

Föstudaginn  6. september lauk sæðistöku úr Angus holdakálfunum. Miðað við aldur kálfanna verður ekki annað sagt en að sæðistakan hafi gengið vel. Alls náðust 2571 skammtur úr þremur nautum.

Baldur 0011 gaf 1236 sk, Draumur 0009 gaf 1205 sk og Vísir 130 sk.  Að sæðistöku lokinni voru nautin afhent eigendum sínum. Á myndinni má sjá Vísi 0001 sem er kominn í sittt nýja hlutverk að Nýjabæ undir Eyjafjöllum


back to top