Almennur félagsfundur HS 2013

Almennur félagsfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 23.10.2013

Sveinn formaður bauð fundargesti velkomna og fór yfir skipulag fundarins.
1.Skipt í hópa og farið yfir skýrslu markaðnefndar.
2.Önnur mál sem fundargestir leggja til að kjörmenn fari með á aðalfund Félags Hrossabænda.

Fundarfólk starfaði í þremur 8 til 10 manna hópum sem fjölluðu um skýrslu markaðsnefndar. Ritar hópanna fór síðan yfir það sem kom út út þeim umræðum.
-Tillaga um að sölufengur verði að veruleika.
-Tillaga um að markaðstofa íslenska hestsins verði að veruleika.
-Tillaga um alhliða upplýsingasíðu um íslenska hestinn.
Samþykkt að stjórn verði falið að móta tillögur áfram.

Bjarni Þorkelsson kom upp og þakkaði fyrir það vinnulag sem viðhaft er á fundum hjá HSS.
Einnig hvatti hann til þess að tekið væri á trúverðugleika kynbótakerfisins á félagslegum grunni. Ekki sé hægt fyrir einstaklinga að standa í þessum slag. Bjarni talar um að taka til í
dómarahópnum. Dómaframkvæmd verði að vera í takt við markaðinn, ræktunarmarkmiðin séu í sjálfu sér ágæt.
Hann telur að svör verði að fást við meintu misræmi í kynbótadómum á milli landa þó það sé ekki sannað svo og við Selfoss uppákomunni.

Sveinn upplýsir um að töluverð vinna hafi farið í gang í kjölfarið á uppákomunni á Selfossi.
Stjórn HSS hafi sent fagráði bréf varðandi vinnu og siðareglur við kynbótadóma og vænti svars á aðalfundi Félags Hrossabænda. Sveinn las upp bréf það sem fagráði var sent og þær reglur sem eru í gildi.

Kristbjörg Eyvindsdóttir kom upp og tók undir mál Bjarna og finnst forkastanleg að fagráð í hrossarækt geti ekki svarað bréfi Bjarna. Brýnt sé að skerpa á siðareglum dómara.

Fundurinn treystir stjórn að fá niðurstöðu í Selfoss málinu.

Sveinn tilkynnti að hann hefði látið tilleiðast að fara í framboð til Félags Hrossabænda og um leið að hann gæfi ekki kost á sér í formann HSS.

 


back to top