Allir sláturleyfishafar búnir að birta verð

Allir sláturleyfishafar hafa nú birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun í haust. Verð eru að mestu óbreytt frá síðasta ári hjá öllum sláturleyfishöfum utan að svokölluð geymslugjöld verða ekki greidd af sláturleyfishöfum í ár eins og verið hefur. Geymslugjöld eru 35,25 krónur á hvert kíló af öllu kindakjöti en nokkuð mismunandi er hvernig þeirri lækkun er dreift hjá sláturleyfishöfum. Í einhverjum tilvikum er lækkunin einungis á dilkakjöti sem gerir að verkum að hún er öllu meiri, eða allt að 39 krónur á kíló.

Hér að neðan eru hlekkir á allar verðskrár og í einhverjum tilfellum skýringar sláturleyfishafanna með þeim, s.s. varðandi greiðslukjör o.fl. Auk þess má þar einnig sjá viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda.Verðskrá SS 


Verðskrá KS


Verðskrá SKVH


Verðskrá Norðlenska 


Verðskrá Fjallalambs


Verðskrá SAH Afurða 


Verðskrá Sláturfélags Vopnafjarðar 


Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda 


back to top