Áhrif öskufalls á át og lystugleika heys hverfandi

Birtar hafa verið niðurstöður úr athugun á áhrifum ösku á verkun og lystugleika gróffóðurs sem gerð var á Stóra-Ármóti fyrr í sumar. Tekin voru sýni á fjórum bæjum þar sem öskufall var mismikið og áhrif þess á verkun könnuð. Þá voru fengnar rúllur frá þremur bæjum þar sem öskufall var mismikið og át og lystugleiki þess borin saman við ómengað hey á Stóra-Ármóti.
Helstu niðurstöður eru þær að áhrif öskufallsins eru lítil og það eru aðrir þættir í verkunarferlinum sem ráða meiru um hversu heyið verður lystugt og ést vel.
Niðurstöðurnar er að finna á upplýsingarsíðu okkar vegna eldgossins eða með því að smella á hlekkinn fyrir neðan.

Athugun á áhrifum ösku á verkun og lystugleika gróffóðurs


back to top