Afurðir eftir árskú komnar yfir 7 þús. kg.

Búið er að gera upp afurðaaskýrslur nautgriparæktarinnar fyrir janúar og er Stóra Ármóts-búið nú komið yfir 7 þús. kg mjólkur eftir árskú, nánar tiltekið í 7.068 kg/árskú. Framleiðslan hefur gengið mjög vel undanfarin ár og afurðir hafa verið að aukast jafnt og þétt. Á sama tíma hefur tekist að halda efnainnihaldi mjólkurinnar háu enda keyrt eftir nákvæmu fóðrunarskipulagi.
Þá hafa þær kvígur sem komið hafa inn í framleiðslu verið að standa sig mjög vel og verkefnið „Kvígur 24“ að byrja að skila inn vel öldum og þroskuðum kvígum til framleiðslu.
Á búrinu eru allar kvígur sæddar og hafa verið lengi þannig að ásettir kvígukálfar eru vel ættaðir og það styrkir enn grunninn að miklum og góðum afurðum.
Þá má ekki gleyma þeim þætti sem vegur kannski hvað þyngst en það eru bústjórnarnir, Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson, sem standa vaktina af alúð og sinna búinu sem væri þeirra eigið.


back to top