Afurðir aukast og meðalbúið stækkar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru nú komnar á vefinn hjá okkur. Um er að ræða viðbót frá því sem sett var inn í gær, þ.e. skýrslur nautgriparæktarfélaganna og afurðahæstu kýr þeirra.
Á árinu 2011 skiluðu 214 bú skýrslum yfir samtals 8.846,3 árskýr sem er 162,3 árskúm fleira en árið 2010. Meðalbúið stækkaði um 0,6 árskýr milli ára og var á árinu 2011 41,4 árskýr með meðalinnlegg upp á 216.518 kg mjólkur sem er aukning upp á 6.984 kg frá árinu áður. Meðalbúið hefur aldrei verið stærra en nú. Stærst eru búin í Árnessýslu þar sem þau telja 44,8 árskýr til jafnaðar og meðalinnleggið nemur 239.985 kg.

Þátttaka í skýrsluhaldi jókst milli ára ef miðað er við innlagða mjólkur og var 91,5% á árinu 2011 en var 90,3% árið áður. Þátttakan er mest í A-Skaft. (96,8%) og Árnessýslu (95,6%) en minnst í Rangárvallasýslu (85,8%).
Eins og við sögðum frá í gær jukust meðalafurðir á árskú um 82 kg milli ára og reyndust vera 5.506 kg/árskú á Suðurlandi. Á landsvísu jukust afurðir öllu meira eða um 94 kg/árskú og standa nú í 5.436 kr/árskú. Mestar eru afurðir í A-Skaft. eða 5.889 kg/árskú.

Sýsla


SkýrslubúÁrskýr


Mjólk,
kg/árskú


Meðalbústærð,
árskýr


Meðalinnlegg,
kg


Hlutfall í skýrsluhaldi
 m.v. innlegg

A-Skaft.

11


422,8


5.889


38,4


211.990


96,8

V-Skaft.

28


748,4


4.783


25,8


110.831


88,1

Rang.

72


3.014,9


5.474


40,7


222.034


85,8

Árn.

103


4.660,3


5.608


44,8


239.985


95,6

Suðurland

214


8.846,3


5.506


41,4


216.518


91,5


Af þeim 214 búum sem skiluðu skýrslum á árinu voru 68% eða 146 bú í vefskilum. Hlutfall búa í vefskilum er hæst í Árnessýslu (73%) en lægst í Rangárvallasýslu (62%). Eðlilega hefur aðgangur fólks að góðum nettengingum veruleg áhrif þarna á en honum er verulega ábótavant á stórum svæðum.


Sjá nánar:
Afurðahæstu búin á Suðurlandi 2011
Afurðahæstu kýr á Suðurlandi 2011
Afurðahæstu kýr eftir félögum
Skýrslur nautgriparæktarfélaganna
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ


back to top