Aðalfundur LK

Aðalfundur LK – 22.-23. mars

Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2013 verður haldinn á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum, dagana 22. og 23. mars nk. Fundurinn verður settur kl. 10 árdegis þann 22. og áætlað er að honum ljúki um kl. 17, laugardaginn 23. mars. 

Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Upplýsingar um kjör fulltrúa á aðalfundinn verða að liggja fyrir eigi síðar en 1. mars n.k., þremur vikum fyrir aðalfundinn. Mál sem leggja skal fyrir fund þurfa að hafa borist skrifstofu LK eigi síðar en viku fyrir fund, þann 15. mars nk.


back to top