Aðalfundur LK gagnrýnir landbúnaðarráðherra harðlega

Aðalfundi Landssambands kúabænda lauk á laugardaginn. Á fundinum var meðal annars samþykkt ályktun þar sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er gagnrýndur harðlega fyrir að hafa ekki samráð við setningu reglugerðar um tilboðsmarkað með greiðslumark.

Skorað er á ráðherrann að fjölga tilboðsdögum á markaðinum í samráði við Landsamband kúabænda. Fram kom í umræðum á fundinum að hag mjólkurframleiðenda væri betur borgið með fjölgun markaðsdaga meðan þeir aðlagast nýju fyrirkomulagi, ekki síst vegna þeirrar óvissu um verðmyndun á greiðslumarki sem nýlegar breytingar á skattalögum gætu haft í för með sér. Við setningu reglugerðar um markað með greiðslumark hafi ekkert samráð verið haft við LK. Ítrekaðar óskir bænda um að fá annmarka sniðna af reglugerðinni hafi ráðherra haft að engu.


Þá mótmælir fundurinn harðlega fram komnum hugmyndum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á reglum um útdeilingu á ónýttu greiðslumarki.


back to top