Aðalfundur FKS

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í gær á Hótel Stracta á Hellu.  Mikið fjölmenni var á fundinum og menn almennt ánægðir og vel upplýstir að fundi loknum.  Auk hinna hefðbundnu aðalfundarstarfa, kosninga o.þ.h. mættu á fundinn Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ, Sigurður Loftsson formaður LK og Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu, fóru þeir yfir það helsta sem brennur á bændum þessa dagana, þ.e. nýjan búvörusamning og rekstur MS.  Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK fór yfir helstu verkefni framundan, Hrafnhildur Baldursdóttir, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti sagði frá tilraun sem þar er í gangi og Ragnar Lárusson formaður Búnaðarsambands Suðurlands veitti verðlaun fyrir afurðir 2015.

Niðurstöður kosninga á fundinum voru þessa:

Valdimar Guðjónsson í Gaulverjabæ formaður gaf kost á sér til endurkjörs og fékk hann gott fylgi til áframhaldandi setu.

Þessi voru kosin í Félagsráð.
1.  Samúel U.Eyjólfsson, Bryðjuholti, 80 atkv.
2. Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli, 77 atkv.
3. Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum, 75 atkv.
4. Jórunn Svavarsdóttir, Drumboddsstöðum, 71 atkv.
5. Ragnar Finnur Sigurðsson, Litla-Ármóti, 67 atkv.
6. Sævar Einarsson, Stíflu, 61 atkv.
7. Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Birtingaholti IV, 59 atkv.
8. Guðmundur Jónsson, Berjanesi, 59 atkv.
9. Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey, 53 atkv.
Varamenn
1. Bjarni Bjarnason, Hraunkoti, 52 atkv.
2. Páll Jóhannsson, Núpstúni, 48 atkv.
3. Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði, 44 atkv.

Kosnir fulltrúar á aðalfund LK.
1. Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ, 90 atkv.
2. Samúel U. Eyjólfsson, Bryðjuholti, 80 atkv.
3-4 Borghildur Kristinsdóttir, Skarði, 61 atkv.
3-4 Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli, 61 atkv.
5. Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð, 54 atkv.
6. Ásmundur Lárusson, Norðurgarði, 53 atkv.
7. Jórunn Svavarsdóttir, Drumboddstöðum, 52 atkv.
8-9. Ragnar F. Sigurðsson, Litla-Ármóti, 33 atkv.
8-9 Sævar Einarsson, Stíflu, 33 atkv.
10. Pétur Guðmundsson, Hvammi, 32 atkv.

Varamenn.
1. Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey 2, 31 atkv.
2. Ágúst Guðjónsson, Læk 27 atkv.
3. Elín B. Sveinsdóttir, Egilsstaðakoti, 27 atkv.
4. Karel G. Sverrisson, Seli, 13 atkv.
5. Jón Viðar Finnsson, Dalbæ 12 atkv.
6. Ómar Helgason Lambhaga 11 atkv.
7. Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum 11 atkv.
8. Páll Jóhannsson, Núpstúni, 11 atkv.
9. Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð, 9 atkv.
10. Kjartan Magnússon, Fagurhlíð, 9 atkv.
(Dregið var um sæti á skrifstofu Búanaðarsambands Suðurlands)

Fundargerð mun svo koma inn á síðuna þegar hún verður tilbúin.


back to top