Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn á Hótel Klaustri þriðjudagskvöldið 13. mars nk kl. 19:00.

Á dagskrá er eftirfarandi:
• Byrjað verður á að snæða KJÖTSÚPU að hætti hússins
• Venjuleg aðalfundastörf
• Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda mætir og fer yfir þau mál sem eru á döfinni hjá samtökunum og fleira
• Önnur mál

Kjötsúpa og léttar veitingar í boði félagsins.


Hvetjum sauðfjárbændur til að fjölmenna á fundinn.


 Nýir félagar velkomnir.


Stjórnin


back to top