Búnaðarþingskosningar og dagskrá aðalfundar Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands og kosningar til búnðarþings, verða á morgun 16.apríl að Smáratúni í Fljótshlíð og hefst fundurinn kl. 11.00. Þetta er 107. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands og má sjá dagskrá hans hér að neðan en auk venjubundinna aðalfundarstarfa og búnaðarþingskosninga, mun Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands ræða um félagskerfi bænda, væntalegan búvörusamning ofl.   

1. Fundarsetning (skipan fundarritara og fundarstjóra).
2. Skipun kjörbréfanefndar.
3. Skýrsla stjórnar: Ragnar Lárusson formaður.
4. Reikningar Búnaðarsambands Suðurlands og skýrsla framkvæmdastjóra: Sveinn Sigurmundsson.
5 Umræður um skýrslur og reikninga.
6. Matarhlé.
7. Kjörbréfanefnd skilar áliti
8. Félagskerfi bænda, væntanlegir búvörusamningar ofl. Sigurður Eyþórsson
9. Lagabreytingar lagðar fram til afgreiðslu
10. Tillögur lagðar fram og kynntar.
11. Nefndir hefja störf.
12. Kosningar. Kosið er um 2 stjórnarmenn og 2 í varastjórn úr Rangárvallasýslu.
13. Kosningar til Búnaðarþings
14. Tillögur lagðar fram frá nefndum, umræður, afgreiðsla.
15. Reikningar bornir undir atkvæði.
16. Önnur mál.
17. Fundarslit. Ragnar Lárusson
.


back to top