Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember með ZOOM fjarfundarbúnaði og hefst fundurinn kl 13:00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun formaður Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson verða á fundinum og flytja ávarp. Oddný Steina Valsdóttir varaformaður BÍ mun fjalla um uppstokkun á félagskerfi bænda. Ársrit Búnaðarsambandsins fyrir 2019 er komið út og hér fyrir neðan er tengill inn á ársritið en þar m.a. að finna reikninga sambandsins.

Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands 2019


back to top