Aðalfundur BSSL er í dag

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands fer fram á Kirkjubæjarklaustri í dag og hefst kl. 13.30.
Vegna þessa verður fremur fáliðað á skrifstofum BSSL í dag þar sem flestir starfsmenn munu verða á fundinum.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávörp gesta.
3. Kosning 5. varamanns til Búnaðarþings næstu 2 árin
4. Kosning í aðal- og varastjórn úr Vestur-Skaftafellsýslu, auk endurskoðanda.
5. Önnur mál.

Áætlað er að fundinum ljúki um kl. 18.00 með kvöldverði.


back to top