Aðalfundur 2011

Aðalfundur Stóra Ármóts ehf haldinn 31. mars 2011

Fundinn sem haldinn var Selfossi sátu, Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Jón Jónsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Á fundinn eru mættir Arnór Eggertsson endurskoðandi, Ólafur Þ. Þórarinsson bókari og skoðunarmenn Ólafur Kristjánsson og Hrafnkell Karlsson.



  1. Sveinn fór yfir starfsemina og útskýrði ársreikninginn. Í heild sinni gekk búrekstur vel. Afurðir á búinu með því mesta á landinu bæði í mjólkurmagni og efnainnihaldi. Ekki er starfandi tilraunamaður við búið núna og huga þarf að því að blása lífi í tilraunastarfið. Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að endurvekja tilraunanefndina og fá L.K. með fulltrúa í hana.
     
  2. Ársreikningur 2010. Rekstrartekjur námu alls 44,6 milljónum króna. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi er í árslok 52,3 milljónir. Á árinu 2010 var hagnaður 3,7 milljónir króna. Stjórn Stóra Ármóts ehf leggur til að hann verði færður til hækkunar á eigin fé eins og fram kemur í skýringum ársreiknings. Stjórn Stóra Ármóts ehf og framkvæmdastjóri staðfesta hér með ársreikning ársins 2010 með undirritun sinni.


  3. Tilboð hefur borist í gæsa-, lax-, og silungsveiði á Stóra Ármóti. Guðbjörgu og Sveini var falið að ljúka málinu

  4. Reikningurinn þá borinn undir aðalfundinn og samþykktur samhljóða

Fundi slitið.


Sveinn Sigurmundsson


back to top