7. fundur – haldinn 19. des.

Stjórnarfundur 7/2011

Fundurinn hófst upp í Þorleifskoti og varð síðan í fundarsalnum á Selfossi þar sem hádegisverður var snæddur með starfsfólki Búnaðarsambandsins. Myndband með Guðmundi Tyrfingsdóttur Lækjartúni sem sýnt var í þættinum „Ísland í dag“ á dögunum var sýnt og svo fræðslumyndbandið um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvarinnar. Á fundinn mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson boðaði forföll en í stað hans Þórir Jónsson. Þá sat Sveinn Sigumundsson fundinn.

1. Heimsókn í Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti.
Litið á framkvæmdir sem þar hafa verið í haust. Hrútakosturinn var skoðaður og stutt kynning á starfseminni.

2. Skuldamál bænda.
Runólfur flutti stutt yfirlit yfir stöðunni í skuldamálum bænda.

3. NorFor.
Lagt var fram yfirlit frá Hrafnhildi Baldursdóttur um stöðuna í Norfor verkefninu.

4. Bygging geldneytaskýlis á Stóra Ármóti.
Lagt var fyrir gróft yfirlit yfir byggingu geldneytaskýlis á Stóra Ármóti. Ákveðið að fresta ákvarðanatöku um byggingu til næsta stjórnarfundar.

5. Bygging íbúðarhúss á Stóra Ármóti.
Fram hefur komið óformleg ósk um að fá leyfi til byggingar íbúðarhúss á Stóra Ármóti. Rætt er um að þörf sé á deiliskipulagi fyrir jörðina

6. Lögmæti búnaðargjalds.
Guðbjörg lagði fram álitsgerð um lögmæti búnaðargjalds.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

Sveinn Sigurmundsson


back to top