7. fundur 2002

Fundargerð


Föstudaginn 1.nóvember 2002 var haldinn stjórnarfundur BSSL í húsi þess á Selfossi.

Mættir voru bæði aðalmenn og varamenn: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Eggert Pálsson, Guðmundur Stefánsson, Guðni Einarsson, Helgi Eggertsson, Ragnar Lárusson, Ólafur Eggertsson, Þórhildur Jónsdóttir, María Hauksdóttir og framkvæmdastjórinn Sveinn Sigurmundsson.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega varamenn en stefnt er að því að þeir mæti allir á einn stjórnarfund á hverju hausti.


1. Fjárhagsstaðan. Sveinn fór yfir fjárhagsstöðuna, en fyrir lá 8 mánaða milliuppgjör. Útkoman er slakari nú en áður hjá Búnaðarsambandinu sjálfu en betri hjá kynbótastöðinni. Ein af ástæðunum er breyting á mannahaldi á báðum stöðum og launabreytingar. Sérrekstur hins nýstofnaða Bændabókhalds lítur vel út og þáttaka hefur aukist. Nokkur umræða varð um einstaka tekju- og gjaldaliði.

2. Starfsemin. Sveinn kynnti fyrirhugað námskeiðahald í landbúnaði, um tölvuforrit og fleira. Slík námskeið eru mjög vel styrkt af UD (upplýsingatækni í dreifbýli). Þá fara 4 ráðunautar á næstunni til Danmerkur á skipulagt námskeið í nautgriparækt.
Rætt var um hauststarfið í sauðfjárræktinni, félagslega stöðu sauðfjárbænda á Suðurlandi og um greiðslumarkið í sauðfjárrækt.
Talið rétt að stefna að formannafundi 27.nóvember. Rætt var um efni fundarins og formanni og framkvæmdastjóra falið að fá fyrirlesara. Farið var yfir eitt og annað í starfseminni, einkumn var kallað eftir áliti varamana á starfseminni. M.a. töldu menn brýnt að áhersla væri lögð á að ná til sem flestra bænda, fréttabréfið þarf að vera virkt og símsvörun góð. Þá þyrfti að gæta að því að jarðræktin verði ekki útundan því hún er undirstaðan í búrekstrinum.

3. Samstarf við FKS. Á fundinn mætti Sigurður Loftsson. Hann ræddi um þau verkefni sem eru sameiginleg fyrir FKS og BSSL og hafa þarf samstarf um svo ekki sé um skörun að ræða. Mætti nefna starf ráðunautar fyrir FKS og ýmiskonar kynningarstarf svo sem kúasýningar eins og hafa verið í Ölfushöll og opin fjós á Stóra-Ármóti og e.t.v. víðar. Stefnt að því að koma á fót sem fyrst sýninganefnd með aðild BSSL og FKS fyrir KÝR 2004.

4. Laganefnd. Sigurður ræddi framhald á starfi laganefndar, en  gert  var ráð fyrir að tillögur frá henni færu til aðildarfélaganna til umsagnar tímanlega fyrir aðalfund. Stefnt að því að það verði um áramót.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Guðmundur Stefánsson, fundarritari


back to top