6. fundur 2006

Stjórnarfundur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, haldinn 12. september 2006 á skrifstofu sambandsins og hófst hann kl, 11 f.h. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Ragnar Lárusson, Guðni Einarsson, Guðmundur Stefánsson, Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá var einnig mættur formaður BASK, Bjarni Hákonarson


Gengið var til dagskrár. 1. Kynnt ráðstefna um íslenska búfjárrækt til heiðurs Hjalta Gestssyni níræðum.
 2. Tilnefning í gróðurverndarnefnd V-Skaftafellssýslu. Tilnefndir voru: Jóhannes Gissurarson, Tómas Pálsson og Jón Jónsson Pretsbakka.
 3. Tekið fyrir bréf frá bændum í Hornafirði um fyrirhugaðar nýjar veglínur fyrir þjóðveg nr.1 um Mýrar og Nes, sem þeir telja að komi mjög illa við búskap þar. Þá telja þeir slælega staðið að kynningu og mati á áhrifum af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum á búrekstur á svæðinu, bæði af hendi Vegagerðar og bæjarstjórnar Hornafjarðar. Búnaðarsambandið mun veita bændum aðstoð í þessu máli sé þess óskað.
 4. Kynnt bréf um gerð minnisvarða um Stefán Jasonarson, fyrrverandi formann Búnaðarsambands Suðurlands. Ákveðið að leggja fram að lágmarki 100 þúsund kr.
 5. Kynnt erindi frá landbúnaðarnefnd Árborgar um landbúnaðarsýningu árið 2008. Svf. Áborg mun þó ekki ætla að standa að slíkri sýningu sjálft. Stjórnin telur í ljósi breyttra aðstæðna varla vera forsendur til að halda jafnvíðtæka sýningu og haldinn var 1978. Ákveðið að móta útlínur dagskrár afmælisársins 2008 á komandi vetri.
 6. Farið yfir framgang sýningarinnar Kýr 2006, sem tókst ágætlega.
 7. Kynnt boð um heimsókn á  ,,íslenska bæinn” í Austur-Meðalholtum í Flóa.
 8. Sveinn kynnti þau tilboð sem borist hafa í tryggingar Búnaðarsambandsins. Formanni og framkvæmdastjóra veitt umboð til samninga um hagstæðustu kjör.
 9. Á fundinn komu Guðrún Tryggvadóttir og Bjarnheiður Jóhannsdóttir og kynntu áhugaverða hugmynd og viðskiptaáætlun um vefsetrið Náttúran.is. Þar er fyrirhugað að neytendur fái yfirlit yfir umhverfisvænar vörur sem í boði eru og framleiðendur sem framleiða vottaða vist- eða lífræna vöru geti komið sinni vöru eða þjónustu á framfæri.
 10. Farið yfir stöðu Bændabókhaldsins, en þar hafa mikil mannaskipti verið. Sveinn kynnti fyrirhugað skipulag á þessum störfum á næstunni.
 11. Sveinn fór yfir hauststörfin, gjaldtöku fyrir þau og þann mannskap sem að þeim kemur.
 12. Á fundinn komu ráðunautarnir Runólfur Sigursveinsson og Jóhannes Símonarson. Farið var yfir mjólkurframleiðslu og fóður á Suðurlandi á þessu hausti. Framleiðendum hefur fækkað en þó hægar en áður. Hey munu vera breytilegri og heldur lakari en síðustu ár. Kalk/fosfór hlutfallið er óhagstæðara. Aukning er í heilfóðurgerð hjá kúabændum. Í sumum tilfellum fylgir fóðurráðgjöf tækjum til heilfóðurgerðar. Ræddar voru fóðurleiðbeiningar Búnaðarsambandsins. Til stendur að halda námskeið um bústjórnun á Stóra-Ármóti í vetur. Runólfur og Jóhannes viku af fundi.
 13. Önnur mál. Rætt um matmælaverðsumræðu.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.


Guðmundur Stefánsson,
fundarritari


back to top