6. fundur 2002

Fundargerð

Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
haldinn í fundarsal Búnaðarsambandsins 29. ágúst 2002Stjórnarfundur í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands 29. ágúst 2002. Mættir voru Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Eggert Pálsson, Guðni Einarsson og María Hauksdóttir í forföllum Guðmundar Stefánssonar, einnig mættur Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

1. Húsnæðismál: 
Sveinn gerði grein fyrir breytingum á húsnæði Búnaðarsambandsins sem eru að opnað hefur verið yfir í skógræktarálmuna, húsgögn keypt í opna rýmið þar og svo verða gólfin hreinsuð og bónuð. Þá verða merkingar á húsnæðinu teknar til endurskoðunar. Verið er að taka nýtt símkerfi í notkun með beinu innvali. Símanúmerið verður 480-1800. Búnaðarsambandið mun sjá um símsvörun. Fram kom að breytingar eru innan fjárlagaramma.

2. Nafnasamkepni:
Samþykkt að nafn á skrifstofu Búnaðarsambandsins og leiguaðila verði “ Búnaðarmiðstöð Suðurlands” og símsvörunin “Búnaðarmiðstöðin” Samþykkt að stefna að formlegri opnun Búnaðarmiðstöðvar Suðurlands föstudaginn 11. eða 18. október

3. Hrossasýningar:
Sveinn gerði grein fyrir að skoðuð hafa verið 720 hross á sýningum sumarsins.

4. Hauststarfið í sauðfjárrækt:
Sveinn fór yfir skipulag hauststarfsins í sauðfjárrækt þar sem helstu áherslubreytingar eru að lögð er meiri áhersla á lambhrúta og afkvæmarannsóknir á kostnað veturgamalla hrúta. Skipulagið er unnið í samráði við fagráð í sauðfjárrækt á Suðurlandi.

5. Jarðabótaúttekt:
Fram kom að jarðabótaframlög ársins 2001 gengu ekki öll út. Samþykkt var að kynna hvað í boði væri varðandi jarðabótaframlög og úttektir og kynna í Fréttabréfinu. Umæður urðu um skipulag jarðabótaúttekta. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

6. Kúasýning í Ölfushöllinni:
Sveinn fór yfir “ Kýr 2002 “ sem haldin verður í Ölfushöllinni 31. ágúst. Samþykkt að sækja um styrk í þróunarsjóð nautgriparæktar og hugsanlega í sjóð um ræktun íslensku kýrinnar vegna sýningarinnar.

7. Breytingar á starfsliði:
Þröstur Aðalbjarnarson er hættur og kominn í framhaldsnám í sauðfjárrækt í Kanada og Fanney Ólöf Lárusdóttir er í barneignaleyfi. Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir er ráðin til eins árs og Óðinn Örn Jóhannesson og Elín Heiða Valsdóttir eru ráðin tímabundið í verkefnavinnu vegna hauststarfs í sauðfjárrækt.

8. Nýtt fagráð í hagfræði:
Sveinn sagði frá fundi í nýstofnuðu fagráði í hagfræði.

9. Bændabókhald dk Búbót: 
Fram kom almenn ánægja með forritið og hefur tekist vel til með smíði þess. Lagt var fram minnisblað um starfsemi Bændabókhalds Bssl. jan – ágúst 2002. Í haust verða námskeið í dk Búbót fyrir bændur.

10. Námskeið fyrir bændur í haust:
Haldin verða grunnnámskeið í tölvutækni svo og fagforritum sem bændum standa til boða.

11. Ábyrgðartrygging vegna sinubruna:
Ábyrgðartryggingar vegna sinubruna hafa ekki lagastoð samkvæmt bréfi sem Sveinn lagði fram og verður kynnt nánar í Fréttabréfi.

12. Önnur mál:
Egill kom á framfæri óánægju með framkvæmd kúaskoðunar sem kom fram á félagsráðsfundi kúabænda á Suðurlandi, þar sem ekki hefur tekist að skoða allar kýr. Sveinn bar við tímaskorti og minnti á að árið væri ekki liðið.

Egill lagði til að aðalfundi SASS verði send ályktun varðandi frárennslismál og vatnsveitur. Eftirfarandi samþykkt “ Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands lýsir yfir áhyggjum á stöðu mála varðandi salmonellusmit í náttúrunni og hvetur sveitarstjórnir til að hraða framkvæmdum í fráveitumálum eins og kostur er. Enn fremur að efla vatnsveitur þar sem þörf er á til þess að þær anni brynningu í beitilöndum búfjár. “

Fundi slitið. 


Guðni Einarsson,
fundarritari.


back to top