5. fundur 2005

Stjórnarfundur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, haldinn 16. ágúst 2005 á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Selfossi og hófst hann kl, 11 f.h. Mættir voru stjórnarmennirnir; Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Guðni Einarsson, Guðmundur Stefánsson og Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá var Bjarni Hákonarson, formaður BASK mættur og einnig Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri BÍ.

Þetta gerðist;
1. Búnaðarlagasamningurinn o.fl. Sigurgeir Þorgeirson fór yfir og kynnti nýgerðan búnaðarlagasamning, sem gildir frá 2007 til 2010. Í honum er gert ráð fyrir lækkandi stuðningi á tímabilinu við búfjárrækt og ráðgjafarþjónustu, en jöfnum framlögum til Framleiðnisjóðs og til þróunar- og markaðmála. Í samningnum eru skilgreindar áherslur í ráðgjafarþjónustu og hvernig henni er háttað á landsvísu og í héruðum. Sérstök áhersla er á markmiðstengdar búrekstraráætlanir. Skilgreind eru árleg grunnframlög til grunnþjónustunar, en hluti af þeim fer í uppbætur á lífeyri og til jöfnunar á aðstöðumun með tilliti til vegalengda og annara náttúrulegra skilyrða, en meginhlutanum er skipt með tilliti til fjölda bænda og álagðs búnaðargjalds.
Þá kom til umræðu ræktun á erfðabreyttu byggi til lyfjagerðar, breytingar á búnaðargjaldi og staðan í WTO samningagerðinni.
Sigurgeir vék þá af fundi.
2. Kjarasamningar. Þorfinnur skýrði stöðuna í kjarasamningaviðræðum við ráðunauta. Komist kjarasamningur á verður hann sendur stjórnarmönnum til samþykktar eða synjunar.
3. Stóra-Ármót. Sveinn skýrði frá ýmsum atriðum varðandi reksturinn á Stóra-Ármóti.
4. Starfsemin. Forsvarsmaður bændabókhaldsins ætlar að hætta störfum og sinna rekstri fjölskyldufyrirtækis. Ákveðið að auglýsa eftir starfsmanni. Sveinn skýrði frá helstu haustverkum og fyrirkomulagi þeirra, en nú er starfssvæðið stærra en áður.
Vegna stöðunnar í mjólkurframleiðslunni lagði Egill áherslu á góðar leiðbeiningar um haustbeit kúa og fóðrun í byrjun innistöðu. Fram hefur komið að þörf gæti verið á að útbúa leiðbeiningar fyrir framsækna bændur. Sveini falið athuga með gerð leiðbeiningapakka í þessu skyni. Rætt var um vaxtakjör á varasjóði.
5. Tillögur frá aðalfundi. Farið yfir svör sem borist hafa við útsendum tillögum frá aðalfundi.
6. Bréf sem borist hafa. Samþykkt að styrkja safn Emils heitins Ásgeirssonar um kr. 50.000 kr. en gerast ekki aðilar að safninu.
7. Önnur mál. Rætt um landgræðslumál.


Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.


back to top