4. fundur – haldinn 1. júní

Stjórnarfundur BSSL 4/2016.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Gunnar Kr. Eiríksson formaður, Erlendur Ingvarsson,. Ragnar Lárusson, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.
1. Farið var yfir tillögur sem voru voru samþykktar á aðalfundinum
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016 beinir því til stjórnar Búnaðarsambands Suðurlands og Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands að innflutningur á erfðaefni úr holdanautakyni fari fram með ítrustu aðgát gagnvart smithættu. Ítrekað er að fyrirhugaðar framkvæmdir á Stóra-Ármóti vegna verkefnisins séu áfram unnar í nánu samstarfi við MAST á öllum stigum.
Einnig að fósturvísar verði ekki settir upp fyrr en tryggt er að öll leyfi og áætlanir liggi fyrir og að nýfæddir gripir geti farið beint í væntanlega einangrunarstöð.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016 beinir því til stjórnar Búnaðarsambands Suðurlands að vinna að framtíðarstefnumótun í tilraunastarfi í nautgriparækt á Stóra-Ármóti í samvinnu við LbhÍ, LK, FKS og BÍ.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016, samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2016 verði alls kr. 3.000,- á félagsmann.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016, samþykkir að þóknun aðalfundarfulltrúa miðist við sem svarar einföldum dagpeningum ríkisstarfsmanna. Það er kr. 11.200,-

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016, samþykkir að laun stjórnarmanna verði kr. 10.000 fyrir hvern stjórnarfund auk dagpeninga samkvæmt ríkistaxta og aksturs kr. 80 pr.km. Formaður fái tvöföld laun og dagpeninga á við aðra stjórnarmenn auk aksturs kr. 80 pr.km. Formaður fái að auki eingreiðslu sem nemur kr. 300.000,-

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016, samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2016.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Höfðabrekku, 14. apríl 2016, hvetur bændur til að senda bókhaldsgögn í sameiginlegan gagnagrunn BÍ
Greinargerð:
Til að styrkja forsendur ráðgjafar og hagsmunagæslu bænda er mikilvægt að þar til bærir aðilar hafi marktækan gagnagrunn til að vinna úr.

2. Starfslok Jóns Viðars Jónmundssonar hjá RML. Stjórnin ákvað að senda Jóni Viðari eftirfarandi ályktun.
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands fjallaði um starfslok þín hjá RML og harmaði að þau skildu verða með þeim hætti sem raunin varð á og í framhaldi af því var eftirfarandi ályktun samþykkt.
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands þakkar Jóni Viðari Jónmundssyni mikið og farsælt starf í þágu sunnlenskra bænda í áratugi en miklar framfarir og árangur í nautgripa- og sauðfjárrækt eru hans verk öðrum fremur. Ennfremur er það ósk Búnaðarsambandsins að Jón Viðar nái að sinna fræða- og ritstörfum þannig að hin mikla reynsla og þekking hans á búfjárrækt nýtist bændum sem best á komandi árum.

3. Kal á Suðurlandi. Sveinn greindi frá því að veruleg ódrýgindi eru víða vegna kals. Kristján Bjarndal hefur farið í heimsókn á þá bæi sem óskað hafa eftir úttekt vegna kaltjóna. Umsóknir til Bjargráðasjóðs verða svo unnar í framhaldinu.
4. Undirbúningur holdanautabús. Girðingaframkvæmdir eru hafnar og sjá Friðrik Gunnarsson og Baldur I Sveinsson um að girða. Landsbankinn ætlar að útvega fjármagn á góðum kjörum áður en það fjármagn fæst sem ætlað er í uppbyggingu holdanautabúsins í búvörusamningunum. Hönnun og byggingaleyfisteikning er á lokastigum og sótt verður um byggingaleyfi um leið og það liggur fyrir.
5. Aukafjárveiting til rannsókna í landbúnaði. Gerður hefur verið samningur milli ANR og LbhÍ um viðbótarfjármagn að upphæð 58 milljónir sem m.a eru ætlaðar í rannsóknastarf. Þar er kveðið á um að hluti þess fjármagns er ætlaður í tilraun á Stóra Ármóti.
6. Fjallskil. Tekið var fyrir erindi frá BÍ um að fá aðstoð BSSL við að fá upplýsingar um stöðu fjallskilamála á Suðurlandi. Víða er lögum nr. 6/1986 um afréttarmálefni og fjallskil ábótavant. Miklar umræður urðu í stjórninni um þessi mál en Sveini falið að taka saman greinagerð um stöðu málsins á Suðurlandi.
7. Afleysingamál. Fyrirspurn frá BÍ hvort afleysingamál bænda séu með skipulegum hætti á Suðurlandi.
8. Kynbótastöðin. Smári Tómasson lét af störfum 1. maí eftir 42 ára starf sem fastráðinn frjótæknir. Hermann Árnason kom aftur til starfa eftir ársleyfi og mun hann sinna austur hluta Rangárþings og Mýrdalshreppi. Þá hefur vantað afleysingamann á Austurland en Sigurður Max Jónsson Skjöldólfsstöðum mun koma til þjálfunar hér á Suðurlandi um miðjan júní.
Sveinn Sigurmundsson


back to top