2. fundur 2003

Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í húsi þess á Selfossi 8.apríl 2003.

Mættir stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson formaður, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson, Sveinn Sigurmundsson framkv.stj. Undir fyrsta dagskrárlið voru einnig Ólafur Þór Þórarinsson bókhaldari, Arnór Eggertsson endurskoðandi og skoðunarmennirnir Vilhjálmur Eiríksson og Elvar Eyvindsson  1. Ársreikningar. Arnór Eggertsson fór yfir reikninga Búnaðarsambandsins og undirdeilda þess. Breyting er á uppsetningu reikningsins þar sem rekstur Stóra-Ármóts er kominn í einkahlutafélagsform. Stjórnin hefur ákveðið að hlutafé Búnaðarsambandsins í Stóra-Ármóti ehf. sé að nafnverði 10 milljónir kr. Nokkrar umræður urðu um reikningana. Reikningarnir voru síðan undirritaðir af stjórn og vísað til aðalfundar.

  2. Undirbúniningur aðalfundar. Rætt um uppsetningu dagskrár, ávörp gesta og skipan fundarins í nefndir. Samþykkt var að leggja til óbreytt árgjald; 1000 kr.  Samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundinum um að ljúka endurnýjun sveitavega fyrir tiltekin tíma.

  3. Starfsmannahald. Sveinn skýrði frá breytingum í starfsmannahaldi. Fanney Ólöf Lárusdóttir kemur aftur til starfa 1. júní. Oddný Heiða Valsdóttir hefur verið ráðinn í sumarafleysingar. Pétur Halldórsson mun að hluta til hafa starfsaðstöðu á Hvolsvelli. Tveir starfsmenn fara í veikindafrí á næstunni. Miklar umræður urðu einu sinni enn um búrekstrartengdu ráðgjöfina og þrásetu Bændasamtakanna á þeim fjármunum sem samkvæmt búnaðarlögum eru ætlaðir eru til þessa starfs.

  4. Kjarasamningar. Þorfinnur skýrði frá gangi mála í samningaviðræðum við héraðráðunauta.

  5. Frá kjörstjórn búnaðarþingskosninga. Fram kom að einn framboðslisti barst fyrir auglýstan framboðsfrest og framlengist framboðsfrestur því um 2 vikur.

  6. Önnur mál. Rætt um jarðarnýtingarkort af Stóra-Ármóti og samþykkt að hafa opinn sýningardag við fyrstu hentugleika.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari.


back to top