140 nautgripir drápust í bruna

Mikill bruni er nú í Landeyjum og er talið að um 140 nautgripir hafi orðið eldinum að bráð. Slökkviliðið á Hvolsvelli var kallað út um kl. 7 í morgun að bænum Vestra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum þar sem kviknaði í gripahúsi.  Að sögn Magnúsar Hlyns Hreiðarsonar, fréttamanns, sem er á staðnum tókst að bjarga um 60 gripum út en alls voru um 200 gripir í húsinu.

Hluta gripanna þurfti að lóga vegna reykeitrunar. Aðkoman er að sögn sjónarvotta skelfileg enda um gríðarlegt tjón að ræða.

Ríkisútvarpið greindi frá


 


back to top