1. fundur – haldinn 19. janúar 2017

Stjórnarfundur BSSL 1/2017

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Sigurjón Eyjólfsson og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. 

1. Hvernig ætlar BSSL að bregðast við samdrætti í tekjustofnum.
Samdráttur, fækkun starfsfólks, fyrirtækin verða að fjármagna stjórnun, aðstöðu og bókhald í auknum mæli. Stefna stjórnar hefur verið að félagsgjöldin nái yfir kostnað við stjórn og aðalfund og hafa þau óbreytt eða lítið breytt þetta árið. Hvað er til ráða. Ný tækifæri, ný verkefni, nýir tekjustofnar. Sum búnaðarsamböndin hafa rætt um að fara með félagsgjöldin í 8 til 10 þúsund.

2. Staða BSSL og fyrirtækja þess.
Niðurstöður reikninga liggur ekki fyrir en rekstur Búnaðarsambandsins og fyrirtækjanna hefur verið í jafnvægi.

3. Breytingar í starfsmannahaldi.
Eins og um var rætt var Höllu Kjartansdóttur sem unnið hefur að túnkortagerð sagt upp um áramót en jafnframt boðið að vinna sem verktaki við túnkortagerð frá og með 1. apríl. Skafti Bjarnason sagði upp störfum við Bændabókhaldið um áramótin. Frá 1. apríl er Sveinn eini starfsmaður BSSl í fullu starfi. Aðrir eru Helga í 0,75% og Brynja í 30% starfshlutfalli en skráningarvinna fyrir RML hefur aukist og telur 70%. Ólafur er í 70% starfshlutfalli hjá bændabókhaldinu og í 30% hjá RML. Gunnar Ríkharðsson hefur hafið störf við bændabókhaldið.

4. Bygging holdagripafjóssins.
Smiðirnir mættu í nóvember lok og til allrar hamingju viðraði vel á steypuvinnu og fram að jólum náðu þeir nærri 400 tímum en þeir voru 4 um tíma og svo vann Baldur líka með þeim. Búið að steypa botnplötuna, en áfram unnið við haugkanalana og úthringinn. Búnir að eyða 28 milljónum í það sem komið er. Ársreikningur tilbúinn.

5. Stóra Ármót.
Breytt staða. Samstarf við LbhÍ lítið. Tilraunastjórinn Hrafnhildur fékk ekki fastráðningu og lítill/engin áhugi yfirstjórnar skólans á að fjármagna tilraunastarf á Stóra Ármóti. Hvað gerum við ? Vantar meiri stuðning frá kúabændum en svo er hægt að hugsa um nýja hluti. Athuganir og bjóða fyrirtækjum aðstöðu við þær. Bændur á Suðurlandi eiga Stóra Ármót og því þarf að ræða þessa nýju stöðu á formanna- og eða aðalfundi. Ákveðið var að ráðast í breytingar á fjósinu í ljósi breytingar á aðbúnaðarreglugerð og breyta fjósinu í lausagöngu með legubásum.

6. Að loknum sauðfjársæðingum.
Góð þátttaka, Hagstætt veður en þung sæðistaka seinni hluta vertíðarinnar.

7. Formannafundur.
Ákveðið að hafa hann á Stóra Ármóti í byrjun febrúar og ræða m.a. framtíð og hlutverk Búnaðarsambandsins.

8. Fagráð í dýravelferð.
Framkvæmdastjóri segir af sér í ráðinu m.a í ljósi breyttrar stöðu í fjármögnun Búnaðarsambandsins en vinnan er launalaus.

Sveinn Sigurmundsson


back to top