1. fundur – haldinn 16. janúar

Stjórnarfundur BSSL 1/2015.

Á fundinn sem haldinn var í að Árhúsum á Hellu mættu Ragnar Lárusson formaður, Erlendur Ingvarsson, Baldur Indriði Sveinsson, Gunnar Kr. Eiríksson en Jón Jónsson var fjarverandi vegna veðurs og ekki hægt að ná í varamann. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ásamt Helgu Sigurðardóttur sem ritaði fundargerð.

1. Á að sameina BSSL í eina rekstrareiningu.?Farið yfir þessi mál en það er RSK þrýstir á þetta, Endurskoðendur telja þetta einfaldara, en yfirsýn verður á annan hátt. Sér rekstrarreikningur efnahagur og tekjustreymi. Að sumu leyti einfaldara og stækkar BSSL, en er það gott eða slæmt. Þessi mál rædd og mikilvægt að deildir séu skráðar skilmerkilega, svo yfirsýn tapist ekki. Möguleiki á að nota þetta ár í undirbúning og framkvæma þetta 1.1.2016

2. Búnaðarþing. Guðbjörg Jónsdóttir búnaðarþingsfulltrúi var í vafa hvort hún tæki sæti á Búnaðarþingi. Leitað var til Elíasar Blöndal vegna þessa máls og telur að hún hafi heimild til að taka sæti, en ekki æskilegt að starfandi bóndi taki sæti á Búnaðarþingi. Fundarmenn hlynntir því að hún geri það sem henni finnst réttast.

3. Tilraunastarfið á Stóra-Ármóti. Rætt um Stóra-Ármót og þá staðreynd að tilraunastarf verði ekki í vetur eins og til stóð. Á Þorláksmessu fær Baldur I.Sveinsson, tilraunamaður þá vitneskju frá Grétari Hrafni tilraunastjóra, að tilraunin sem hann er ráðinn til verði ekki. Stjórnarmenn ósáttir við að þetta sé tilkynnt svo seint þar sem vitneskja lá fyrir fyrr um að af þessari tilraun yrði ekki. Þegar upplýsingarnar koma svona seint er ekkert hægt að gera í málinu. Það verður að snúa vörn í sókn og fá fund með stjórn LBHÍ, stjórn BSSL og til viðbótar fá LK, mjólkuriðnaðinn með í ráð til að ráða tilraunastjóra, til áframhaldandi tilrauna á Stóra-Ármóti.
Lesin upp tillaga sem leggja á fram á formannafundinum.

4. Aðalfundur. Ákveðið að halda aðalfund í vikunni 13-17 apríl og þetta árið verður hann í Rangárvallasýslu.

5. Formannafundur.Efni komandi fundar rætt og ákveðið að byrja á að minnast Þóris Jónssonar á Selalæk sem lést í byrjun árs. Þá verður umræða um félagskerfi landbúnaðarins, en sum búgreinafélög vilja beina aðild að BÍ og telja Búnaðarsambönd óþörf. Félagsaðild er háð gulrót og var mikið tekið af okkur þegar RML var stofnað. Umræða um búnaðarþingsfulltrúa og þær breytingar sem eru á döfinni.

6. Önnur mál. Til umræðu kom kostnaður á ekinn km og vilji til að lækka þann kostnað. Í mörg ár hefur akstur á km verið reiknaður hjá Kynbótastöðinni og er sá kostnaður talsvert lægri en stjórnarmenn fá borgað og þar er hægt að lækka kostnað. Fundaraðstaða stendur aðildarfélögum Búnaðarsambandsins til boða hvenær sem þeir kjósa og hún er laus. Sum aðildarfélög eru dugleg að nýta sér hana önnur ekki

Helga Sigurðardóttir fundarritari


back to top