1. fundur 2005

Stjórnarfundur hjá Stóra-Ármóti ehf, haldinn 11. apríl 2005 á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Selfossi. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Guðni Einarsson, Guðmundur Stefánsson, Egill Sigurðsson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.

Kynning á ársreikningi 2004 . Undir þessum lið sátu fundinn Arnór Eggertsson, löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þórarinsson, bókhaldari, Vilhjálmur Eiríksson og Elvar Eyvindsson skoðunarmenn BsSl.. Arnór fór yfir reikningana og skýrði þá ásamt Sveini og Ólafi. Reikningarnir voru síðan undirritaðir af skoðunarmönnum og stjórn og vísað til aðalfundar.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt fundi slitið.


back to top